21.2.06

Klukk

Þó ég hafi fáránlega lítinn tíma til að lesa annarra manna blogg, sá ég að Varríus klukkaði mig. Þá verð ég að láta klukkast.

Fjórar vinnur sem ég hef unnið um ævina
Póst-út-berari
Barna-í-sumarbúðum-passari
Prófarkalesari á DV (þangað til ég var rekin)
Ritari (Á ýmsum stöðum, oft.)

Fjórar bækur sem ég gæti lesið aftur og aftur
Harry Potter (Allur)
Bridget Jones (Báðar)
Anna í Grænuhlíð (Eins og hún leggur sig)
Elías (Allar 5)

Og fullt í viðbót. Les margt oft.

Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur
Mary Poppins
French Kiss
Die Hard
Arachnophobia

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég reyni að missa ekki af
Lost
Desperate Housewifes
Law & Order
Survivor

(Og ótalmargt fleira!)

Fjórir staðir sem ég hef búið á
Egilsstaðir
Reykjavík
Montpellier
Glasgow

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum
Patreksfjörður
Dalvík
Mallorca
Viljandi

Fjórar síður sem ég skoða daglega
Hmmm. Þessa dagana skoða ég ekkert daglega, nema reyni að komast yfir slatta af random boggum.

Fjórir veitingastaðir sem ég held uppá
St. Anne's Pizza í Montpellier
Hornið
Tapas
Hótel Mamma

Fernt matarkyns sem ég held uppá
Pizza
Almennt allur matur sem ég bý ekki til sjálf.

Fjórir staðir sem ég vildi heldur vera á núna
Hvergi. Er heima hjá mér sem er besti staður í heimi.

Fjórir hlutir sem ég hlakka til
Ná fullri hreyfifærni
Hætta með barn á brjósti (mega drekka bjór eins og ég vil)
Þegar sama barn fer að sofa heilar nætur í einu
Næsti höfundafundur Hugleix

Sýnist vera búið að klukka alla sem ég þekki, svo ég ætla ekki að klukka neinn.

2 ummæli:

Þórunn Gréta sagði...

Hey! Berglindarpastað á Mánabrautinni var fínt! Takk fyrir mig. Aftur. 6 árum síðar.

Nafnlaus sagði...

Egilsstaðir - þar sem gotteríisdeild kaupfélagsins hét "Kjóskur".