19.2.06

Ussuss

Alveg þriggja daga gúrka. Þetta gengur náttlega ekki. En Freigátan er búin að vera með átsýki og Smábátur með flensu þannig að heimilið hefur verið dáldið á haus.

Og nú halda allir að það sé alveg bráðum að fara að koma fuglaflensa. Alveg er ég viss um að, á meðan allir glápa upp í loftið eftir fuglum með hósta, þá kemur eitthvað annað aftan að okkur. Hefur einhver t.d. athuga fiskana nýlega. Mér þætti mest gaman ef það kæmi t.d. grænmetisflensa. Allt pakkið sem væri búið að lifa "heilsusamlegu" lífi og líta niður á hamborgaraétandi almúgann fengi drepsótt. Fastagestir McDonalds lifðu góðu lífi. Hahahaha!

Sosum eins og þegar hipparnir vorum búnir að hrista skömmina af kynlífinu og þá kom í ljós að þeir voru allir með eids.

Freigátan varð þriggja vikna í gær. Í tilefni af því fór hún upp um bleyjustærð og óx upp úr minnstu fötunum sínum. Aukinheldur hækkaði hún hljóðstyrk um nokkur desíbel og hljómar nú í frekjuköstum ekki lengur eins og stunginn grís heldur, með orðum Smábáts, eins og söngvarinn í Rammstein. En nú sefur hún vært við óminn af einhverri ofurklassík sem Rannsóknarskipið er að spila á meðan hann ryksugar.

Og, það er komin dagsetning á skírn. Hún verður framin þann 8. apríl í Dómkirkjunni af honum Séra Hjálmari Jónssyni. Við ætlum ekki að gera neitt geðveikt vesen, það verður engin skyldumæting fyrir neinn, ættingjar, vinir og kunningjar mega mæta ef þeir nenna. Þetta verður bara voða frjálslegt og á eftir verður bara smá eitthvað hérna heima, en alveg örugglega engar sautján sortir.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mamma mín segir að það sé bleia en ekki bleyja..

Sigga Lára sagði...

Já, ég sá þann rithátt allsstaðar... en mér finnst hann asnalegur. Ákvað að taka upp eigin stafsetningu á því, bara eins og að skrifa x allsstaðar.

Bára sagði...

Kúl. Ég mæti í skírnina.

Nafnlaus sagði...

Ég er ósammála mömmu hans Bibba.

Nafnlaus sagði...

Það er BLEYJA!! Svo mikið veit ég. Alveg eins og Typpi er ekki tippi.

Annars skal ég glöð útvega þessar sautján sortir fyrir þig Sigga mín ef mér verður boðið. M´r finnst ótækt að vinkona mín sé þekkt fyrir að bjóða upp á minna í skírn frumburðar. Og það mun ekki verða bakað net djöfuls tbrxw!

Þórunn Gréta sagði...

Afmælisdagurinn minn!

Berglind Rós sagði...

Vinkona mín íslenskufræðingurinn (sem m.a. hefur séð um Íslenskt mál á Rás 1) segir að það eigi að vera bleia. Mér er bara alveg sama, mér finnst það ljótt og asnalegt og skrifa bara samt bleyja!

Sigga Lára sagði...

Bára: Kúl, var einmitt að spá í hvort þú yrðir ekki örugglega komin.

Ylfa: Mér finnst það ætti að fara eftir stærð hvort það er tippi eða typpi. Það er öjmingjalegra með einföldu. Og, endilega mættu í skírn, ég efast um að við sendum út formleg boð, en þess vegna ákvað ég að "auglýsa" hér með góðum fyrirvara, til að landsbyggðarlýðurinn gæti skipulagt sig ef hann vill mæta. Veisluundirbúningur verður hins vegar ekki hafinn fyrr en daginn eftir síðustu stundu. (Ekki mínar ær eða kýr...)

Nafnlaus sagði...

Ætlaði að fara að hneykslast þegar ég las byrjunina á þessari færslu, en fattaði svo að stúlkan er auðvitað miklu eldri en þriggja daga. Það gat líka ekki verið að þið hefðu skírt blessað barnið Gúrku.

Nafnlaus sagði...

Ég er líka með þessa bleyju-duld. Á mjög erfitt með að sætta mig við það sem orðabókin gefur upp, en það er skýrt og greinilega bleia. Langar helst að segja öllum sem halda öðru en bleyjunni fram bara hreinlega að þeia.