23.2.06

Megrun

Settu blýant í munninn og hlauptu hratt í hálku þangað til þú dettur beint á trýnið. Og sjá, þú munt aðeins geta neytt fljótandi fæðis um fyrirsjáanlega framtíð.

Þetta megrunarráð var í boði Rannsóknarskips.

8 ummæli:

Varríus sagði...

Það er ég viss um að notkunarleiðbeiningarnar á blýantinum hafa verið á kóreönsku.

Eða bloggversku: uvurell!

Ásta sagði...

Er einhverja hálku að finna í dag? Ætli bónað gólf og ullasokkar geri sama gagn?

Gummi Erlings sagði...

Ái! Mér fannst vont bara að lesa þetta. Blogger segir þetta vera algjört upfochub. Held ég sé bara sammála.

Spunkhildur sagði...

Blý-fantur

Nafnlaus sagði...

vá ég hélt að fólk myndi hreinlega láta lífið við svona lagað. hann er ekki dáinn er það?

Gadfly sagði...

Slysahúmorsheilastöðin í mér er frekar slöpp en ég verð að játa á mig vægt fliss. Þetta er dálítið í stíl við manninn sem brenndi sig þegar hann missti sígarettuglóð niður í buxnastrenginn sinn að aftan.

Nafnlaus sagði...

Hafiði hringt í Darvin verðlaunin??

Nafnlaus sagði...

Sem þýðandi er Árni náttúrulega orðinn dálítið háður því að skrifa á íslenska tungu. Mér finnst hann samt farinn að taka starfið óþarflega hátíðlega.