13.9.06

Ægishjálmur Skírnir?

Maður á alltaf að skrifa niður það sem mann dreymir. Áður en maður gleymir því. Sérstaklega ef það er fyndið. Nú brá svo við að Freigátan var með kvef í nótt og gaf ekkert sérstaklega mikinn svefnfrið. Þó tóxt mér að dreyma að við hjónin hefðum eignast dreng. Hann fæddist einhvers staðar á mjög sögufrægri sprungu úr goðafræðinni. Einnig bjuggum við, í draumnum þar skammt frá. Þess vegna vorum við að spekúlera í að skíra drenginn einhverju furðnefni. Mig minnir að bæði Ægishjálmur og Fenrisúlfur hafi verið í umræðunni. Sem og Skírnir og... eitthvað fleira. Sko, nú er ég strax búin að gleyma heilum haug. En goðin eru greinilega í draumunum mínum.

En Freigátan virðist hafa gert það að vana sínum að fá sér kvef um leið og hún fréttir af því að amma-Freigáta sé að koma í heimsókn. Þetta gerir það að verkum að sú síðarnefnda sér þá fyrrnefndu aldrei nema í einhverju kvefmóki og heldur þessvegna að hún sé miklu þægari en hún er...

4 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Oh það er satt, maður á að skrifa svona strax áður en maður gleymir því. Eftir að Guðmundur Steinn fæddist dreymdi mig að hann hefði verið stelpa og héti Kastljós eitthvað, en nú er ég búin a gleyma seinna "nafninu".

Nafnlaus sagði...

Ertu ekki bara ólétt???
Þetta hefur jú enga stjór á sér þarna fyrir sunnan, hefur maður heyrt....

Sigga Lára sagði...

Tja, það átti nú að reyna að hemja sig það sem eftir væri þessa árs... en það átti nú svosem líka að gera á síðasta ári... Mar ætti kannski að fara að gá? En Heimdallur Askur fær nú drengurinn samt ekki að heita.

Nafnlaus sagði...

Sprungan er sennilega Ginnungagap. Ginnungur er ... ja ... öðruvísi.

Jibbí! Ný nafnageðveiki í uppsiglingu????