14.9.06

Í morgun

vaknaði alþjóð. Um 50 prósent hennar huxaði yfi seríósinu: Hei, í dag er best að hringja í Bandalagið og panta handrit. Mörrrg hannndrit.

Og svo gerði hún það. Við ljósritunarvélin vitum ekki í þennan heim eða annan, þurftum að byrja að ljósrita áður en við fengum kaffi. Litum ekki einu sinni upp fyrr en rigningin var farin og komið glaðasólskin í staðinn.

Annars skilaði litla Freigátan kvefinu sínu á mettíma. Var eiginlega alveg orðin hress í gærkvöldi þegar amma-Freigáta og Hugga móða komu í mat. Hún var dugleg að sýna þeim listir sínar.

Rannsóknarskip hélt uppi merkjum fjölskyldunnar og vakti síðustu Magnavökuna. Austfirðingurinn í fjölskyldunni skammaðist sín ekki einu sinni fyrir að sofa á sitt grænasta. Enda... mér fannst þetta eiginlega vera orðið svolítið vandræðalegt. Sorrí, en mér þóttu eiginlega bæði Ryan Starr og Storm Large vera betri en Magni, þó hann sé "okkar." Og mér fannst hann eiginlega orðinn vandræðalega mikill eftirbátur á tónleikunum sem ég horfði á í gær. Og gat nú eiginlega ekki annað en spurt mig hvort Íslendingar hefðu virkilega gengið til góðs, í öllu ofstækinu? Ég skammaðist mín allavega pínu. Svona atkvæðagreiðslur eiga jú að endurspegla hver flestum þykir bestur. Ekki hver á undarlegustu þjóðina. Ef ég hefði kosið, og gert það eftir bestu samvisku, þá er ég nú hrædd um að hann Magni hefði ekki alltaf fengið atkvæðin mín. Stundum, en ekki alltaf.

En nú láta Íslendingar eins og þeir hafi unnið tvo fótboltaleiki með því að láta hann hanga þarna tveimur úrtökum lengur en hann átti skilið. Og ég verð sennilega alveg margdrepin í kommentakerfinu mínu fyrir að láta svonalagað út úr mér.

7 ummæli:

Gummi Erlings sagði...

Fékk einmitt þessa sömu tilfinningu fyrir honum Magna, hann var meira svona að djamma með hljómsveitinni á meðan hin voru að performera. Var líka augljóst að súpernovurnar voru orðnir svolítið leiðir á að hafa hann þarna. Reyndar held ég að íslendingar einir og sér hafi ekkert getað haldið piltinum í keppninni svona lengi, miðað við að að 7 milljónir horfa á þáttinn og innan við helmingur íslendinga hafa kosið.

Sigga Lára sagði...

Þegar hver Íslendingur er að kjósa 300 - 1000 sinnum... Held að fáir aðrir hafi nú farið svo vestur úr því.

Ásta sagði...

Storm Large kannski - Ryan Star ... ekki séns. Það húmorslausa og hrokafulla gerpi. Og það er alveg ljóst, séu spjallborðin skoðuð, að ansi góður slatti hélt með Magna án þess að nokkur þeirra væri Íslendingur.

Og það er fátt eins vandræðalegt og kanadíska alþýðan sem missti legvatnið einhvern tímann í gærkvöldi yfir nýskapaðri þjóðarhetju sinni. Við sluppum vel.

Nafnlaus sagði...

Hugmynd varðandi þessa vinnu sem þú ert í: Henda öllu leikritadraslinu á pdf-form, skella því á netið og róa með því taugarnar í framtíðinni. Getur sosum verið að leiklistarfólk sé almennt ekki nettengt og því græðist lítið á því. Veit ekki, enda mun ég seint skilja hámenninguna.
Varðandi Magna þá var hann góður, en ekki svona góður. Þó betri en Lukas, sem er punkturinn yfir i-ið á þessari markaðsblóðmjólkunarmaskínu sem þessi Supernova-sveit er.

Sigga Lára sagði...

Já, margir eru á því að Dilana hafi eiginlega unnið, með því að fá húsbandið með sér. Enda er ég á því að Magni ætti að ganga í þá hljómsveit, Dilana and the Houseband.

Lucas minnir mig soldið á Gizmo í Gremlins. Lítið og skrítið lukkutröll. Og mig dreymdi Ryan Starr í nótt... hvað sem það nú þýðir. En mér fannst hann flottur þegar hann var einn með píanóið sitt.

Og, Sigurvin, jú það er í mikilli athugun að skanna allt draslið inn á internetið. Það má reyndar ekki liggja þar á lausu fyrir hunda og manna fótum, en allavega þannig að við getum sent í ímeili á pdf í staðinn fyrir að ljósrita. En það vantar algjörlega fjármagn í það verkefni. Handritasafnið lekur og Bandalagið rétttsvo hefur efni á mér, hálfan daginn. ;-)

Nafnlaus sagði...

Erum við að verða rík á handritasölu Sigga mín, getum kannski ráðið þig allan daginn?? En Magni kallinn stóð sig bara vel en var sem betur fer fyrir hann, ekki í náð hjá glysrokkurunum,- nema Jason Metaliccagaur. Hann verður vonandi ,,húsbandsgaur", þar á hann heima held ég....knús úr NARstússi í Helsinki

Nafnlaus sagði...

Já, peningaskortur flækir málin, það er klárt. Allt of margir sem þjást af þessum fjanda.