12.9.06

Ræktin!

Hóf daginn á því að fara í jóga í Kramhúsinu kl. 07.20 að staðartíma. Hjólaði bæði þangað og þaðan. Komin í vinnuna í einstaklega jóguðu jafnvægi.

Við Nanna eyddum gærdeginum í Smáralindinni. Dóttur minni til mikillar skapraunar. Hún þarf að hafa sitt gólf til að sprikla á, helst allan daginn. Vill til að mér finnst líka gaman að vera þar í grenndinni, ætti líka að sitja við umskriftir. Svo tók ég uppá því að prjóna slatta af töskum, í viðbót, og get bara ekki hætt. Prjónafíkn er sjúkdómur.

Takmörk daxins eru að skrifa ömmu minni fyrir westan og fara á pósthús.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dugleg stelpa, nú þarf ég að eignast hjól og deila þessum dugnaði með þér,- prjónadugnaðinum mun ég víst seint deila!!! knús á ykkur