17.10.06

Braskið

Gerðum tilboð í íbúð í gær, en gömlu og gráðugu hjónin sem áttu hana vildu víst fá meiri péning. Issss.
Annars finnst mér ekkert verra að hafa afsökun til að stunda fasteignaklámið aðeins lengur. Það er samt ýmislegt fyndið við hann. Eins og til dæmis allar hálflygarnar sem menn setja á fasteignavefinn.

Því er til dæmis gjarnan haldið vandlega leyndu ef íbúðin er í kjallara eða á jarðhæð. Sem er svolítið erfitt þegar maður er einmitt að leita að. Svo er það einhver undarleg árátta að setja bílastæði í bílastæðahúsi inn í fermetrafjölda íbúðar. Sem er auðvitað bara kjánalegt. Við getum ekki neitt búið í 65 fermetrum, þó bílastæðið sé 30 fermetrar. Ættum við kannski að hafa hjónaherbergið á bílastæðinu? Eða kannski bara stofuna? Hmmm.... efni í einþáttung? Kannski meira svona Spauxtofuskets.

Í gær var brjálað rok og kalt og ég var sjóbarin þegar ég kom hjólandi heim. Í dag þorði ég ekki að hjóla í vinnuna af því að það var hálka. Af því tilefni labbaði ég og gekk því niður Laugaveginn eftir hádegi. Það var nú aldeilis hættulegt. Það eru komnar geðveikt margar nýjar búðir. Og þegar maður er ekki einu sinni með barnavagn til að halda sér í þá getur maður sko alveg eytt útborgun í íbúð í vesturbænum á einni ferð. (Ég gerði það ekki, samt.)

Tókum okkur pásu í dag frá íbúðaskoðunum til að komast yfir höfnunartilfinninguna. Tékkum kannski á einhverju á morgun.

Engin ummæli: