Ég er alveg hrroðalega léleg við að horfa á bíómyndir. Sem er náttlega til skammar þar sem ég er gift kvikmyndanörra og heimilið er nánast veggfóðrað í myndum á vídjó og DVD-formi. Þess vegna kom ég sjálfri mér og alheiminum mikið á óvart þegar ég horfði alveg á næstum tvær myndir í gærkvöldi.
Sú fyrri var Bride and Prejudice. Þurftum reyndar að geyma síðasta hálftímann af henni til seinni tíma þar sem börnin þurftu að komast í rúmið einhverntíma. Þetta var fyndin mynd. Bollywood lítur út fyrir að vera skrítinn staður. Þetta minnti talsvert á mörg Hugleixverk. Nema ég er ekki alveg viss um að þessi hafi verið að grínast.
Þegar barnarotanir höfðu verið framdar horfðum við á Stepford Wifes. Þvílík snilld. Og þvílíkur fábjáni sem datt í hug að það væri sniðugt að endurgera hana. Sé alls ekki þörfina á því.
En ég varð fyrir svo miklum áhrifum að ég bakaði í dag.
15.10.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli