18.10.06

Kvöld

Ég þakka fegurðina í kommentunum við síðustu færslu. Mér finnast lesendur mínir líka allir fallegir og skemmtilegir að nenna að lesa mig. :-)

Var að horfa á Americas Next Top Model. Jade pirrar mig. Alltaf þegar ég er alveg að fara að halda með henni þá gerir hún eitthvað svo forkastanlega heimskulegt að ég get það ekki. Í kvöld ætlaði hún að þykjast fara að grenja fyrir framan dómarana. Hálfviti.

Við skoðuðum annars alveg viðbjóðslega íbúð í dag. Hún er vel staðsett, með háu brunabótamati, á lágu verði, flott sameign, barnvænt umhverfi, en, ómægod. Ég er alls ekki kreðsin á hvernig ég bý, en þarna inni þyrfti að skipta um ALLT. Gólfefni, hurðir, innréttingar, það er bara alveg svakalega fátt sem ég myndi láta í friði. Spurning daxins er, ættum við að bjóða hroðalega lágt í hana, láta svo slag standa, ef því yrði tekið, og búa í henni ógeðslegri þangað til við sjáum hvernig greiðslurnar fara með okkur og eyða síðan peningum annað slagið næstu árin í að "gera hana okkar" eins og konan sagði? (Takið eftir að ég segi peningum, ekki tíma. Það er alveg á hreinu að við erum ekki að fara að nenna að gera eitt einasta handarvik sjálf. Við erum ekki svo nennin eða smíðin. Helst myndi ég vilja láta bjóða í allt draslið í einu og gera það síðan á meðan við værum í sumarfríi fyrir norð-austan)

Hvað ættum við að gera?
Kostar svosem ekkert að gera tilboð...

Hmmmmm... huxhuxhux... bræð-úr-heila...

Held ég nenni ekki að pæla í þessu í kvöld. En gaman væri að heyra að fólk myndi ráðleggja í stöðunni?

Rannsóknarskip á leiklistarnámskeiði. Við Harry Potter ætlum snemma í rúmið.

5 ummæli:

fangor sagði...

ef þið gerið ekki sjálf borgar sig engan vegin að kaupa drasl sem þarf að skipta um allt í. alls ekki. kaupið ykkur frekar eitthvað í sæmilegu standi. annars verðið þið alltaf í svona "erveriðaðvinníessu" ástandi, aldrei neitt í lagi og íbúðin leiðinleg. og það gerir mann geðveikan. auk þess er alltaf rok þarna úti á granda:þ

Sigga Lára sagði...

Á hinn bóginn þýðir íbúð í betra ástandi, dýrari íbúð, sem aftur þýðir að hún þarf að vera minni, sem þýðir að við þurfum að flytja aftur í fyrirsjáanlegri framtíð.

Ég er farin að hallast að þeim kosti að bjóða í (nógu djöfull lítið) flytja í hana ljóta, ef við fáum hana, og sjá svo til.

Það virkar allt í henni og íbúð með Rannsóknarskipinu mínu í er aldrei leiðinleg.

Ásta sagði...

Ef allt gengur eftir mæli ég með því að þið kaupið kassa af bjór og nokkrar pizzur og fáið vini og vandamenn til að aðstoða við málningavinnu. Henda síðan nýju og ódýru gólfefni á íbúðina og kalla það gott þangað til þið flytjið næst.

Nafnlaus sagði...

Það er meirað segja mjög lítið mál að setja s.k. "plastparkett" á gólfin. Það er tiltölulega fallegt, ótrúlega endingargott (þótt það þoli ekki frosið lamabalæri sem er sleppt úr mjaðmahæð) og frekar ódrýrt meirað segja.

Svandís sagði...

Varðandi íbúðina þá hljómar hún nú eiginlega óíbúðarhæf eins og þú lýsir henni en ef innréttingar og annað er sæmilega hreint og óbrotið þá má sjálfsagt með góðu móti lifa með því. Bara kveikja á kertum á kvöldin og setja dúka á borð og bekki því það er allt fallegt í kertaljósi. Þá kemur sér líka vel að búa á Íslandi þar sem hálft árið er dimmt úti og alltaf hægt að njóta kertaljósanna. Hurðirnar gætuð þið málað og líka innréttingar. Plastparkettið sem var í minni íbúð skemmdist ekki þó ég hafi misst hamar á það úr höfuðhæð, mæli með því gólfefni. Með allt þetta leikhúsfólk innan seilingar þá ætti ekki að vera mikið mál að ræna nokkrum laghentum til að hjálpa að sjæna aðeins, þyrfti örugglega ekki að taka meira en eina helgi.

Og varðandi prjónið í síðustu færslu, Ég þrái að prjóna - samstæða sokka handa Heiðu og dúkkunni hennar.