Búin að eiga aðgerðaríkan morgun. Við erum að fara að skoða íbúð í dag sem við ágirnumst nokkuð. Skoðuðum eina um helgina sem við héldum að við ágirntumst, þangað til við skoðuðum hana. Sjáum til hvað kemur í ljós.
Er líka búin að tala við leikstjórann minn fyrir austan. Er að fara að höfundavinna þar í leikritinu, sem mér heyrist eiga að heita sínu upprunalega nafni, Listin að lifa. (Sem er það sama og tímarit eldri borgara heitir, tjáði amma mín mér í gær.) En, semsagt, er að fara austur á föstudag og verð við strangar æfingar þar fram á sunnudag. Tek Freigátuna með mér, svo amma-Freigáta getur farið að hlakka til.
Svo er viðtal við okkur Varríus í sunnudaxmogganum. Þar er einn fyndinn og rangur misskilningur. Þeir sem geta spottað hann fá grundvallar-krasj-gráðu í Hugleiksfræði.
Svo er systir mín tónskáldið komin til mín og ætlar að vera alla vikuna. Hún er að huxa um að reyna að týna saman húsbúnaðinn sem hún á hjá mér, auk þess að tónskálda úti um allan bæ. Það er verið að fara að spila eitthvað eftir hana á tónleikum í Neskirkju á miðvikudagskvöldið klukkan hálfátta.
Og svo birtist víst eitthvað eftir systurina blaðamanninn í fréttablaðinu á hverjum degi... Það er sumsé alltaf eitthvað "eftir" okkur allsstaðar. Ætli pabbi sé ekki hættur að reyna að safna í fjölmiðlaumfjöllunarmöppu afkomendanna?
16.10.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hæ elskan, vonandi getum við eitthvað hist eða hizt á Siggumátann fyrir austan. Langar að bjóða þér/ykkur í mat?!?
Bestu kv.
Rannveig
Skrifa ummæli