26.3.07

Draugurinn...

Smábáturinn er að læra Konuna sem kyndir ofninn minn. Mig langar alltaf miklu meira að kenna honum Ljóta hálfvitatextann:

Ég finn það gegnum svefninn
að einhver læðist inn
með eldhúshnífinn sinn
og veit að það er draugurinn
sem drap hann frænda minn.

(Annaðhvort Toggi eða Ármann, eða hugsanlega Sævar, eða tveir af þessum eða allir þrír.)

Best að lesa loxins verðlaunasmalavísur.

2 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Ég kann hroðalega klámútfærslu á þessu fallega kvæði, læt ekki hafa það eftir mér á netinu. Ég bý á Víðimel 38 og hengslast þar ein í félagsfælni og kvíða. Alltaf kaffi á könnunni.

Varríus sagði...

Smá leiðrétt;

Útúrsnúningurinn sem sigga birtir þarna er ekki eftir okkur þremenninga. Við lærðum hann af vini okkar, hafnarfjarðargúrúnum Erni Arnarsyni, og grunar að hann sé einn höfunda.

En vissulega ljótt kvæði og hálfvitalegt.