29.3.07

Vantar eitthvað að gera um helgina?

Ég minni á sýninguna Epli og eikur sem Hugleikur sýnir í Möguleikhúsinu um þessar mundir. Frábær sýning, höfundur og leikstjóri og leikarar og tínlistarfólk sem klikka síst. Ef þið trúið mér ekki þá er hérna samdóma álit gagnrýnenda.

Svo er hérna líka sýnidæmi.

Ég fullyrði að allir sem einhvern tíma hafa haft gaman af einhverju hafa það líka af þessari sýningu. Aukinheldur kostar skít og kanil að sjá þetta, 1.500 á mann og 1.000 krónur miðinn, takist mönnum að draga tíu saman í hóp. Verð í leikhúsmiða gerist varla hagstæðara!
Og, fyrir þá sem ætla að fara "einhverntíma", þaþ er þegar orðið uppselt á einhverjar sýningar eftir páska. Ekki bíða eftir þeim!
Núna eru miðar lausir!
Ekkert víst að þeir verði það seinna!
Núið er málið!
Framtíðin er ekki til!

Súningar eru:
Í kvöld, fimmtudag 29. mars
Á morgun, föstudag 30. mars
Hinn, laugardag 31. mars
Hinnhinn, sunnudag 1. apríl

Miðapantanir eru hér.

Drífa sig!

Engin ummæli: