26.3.07

Það er líklega óþarfi...

...en mér finnst samt vissara að vara fólk við.

Frá og með laugardeginum verð ég utan þjónustusvæðis, og allar götur til miðvikudagsins 11. apríl. Verð á Norður- og Austurlandi, óvíst að ég nenni mikið að vera að skoða tölvupóst (hvað þá svara honum) kem reyndar sennilega oftast til með að svara í símann en verð treg til að gera neitt í neinu og kem til með að vita fátt. Og kem ekki til með að taka neina ábyrgð á höfuðborgarsvæðinu á meðan á páskaferð fjölskyldunnar á forfeðraslóðir stendur.

Ég hefi nefnilega fengið þá flugu í höfuðið að erfitt sé að vera án mín. Er ekki frá því að menningarlíf höfuðborgarsvæðisins hreinlega lamist á meðan ég verð í burtu frá því...

Hvernig stendur á því að maður missir sig í svona yfirgengilegt sjálfsmikilvægishól og ranghugmyndir? Þetta heitir nottla bara stress. Meira að segja óþarfa-. Að líkindum er öllum sama og sól menningarlífsins í höfuðstaðnum kemur til með að rísa og hníga hikstalaust án minnar aðstoðar í 10 daga.

Allavega, ef einhver hringir í mig, stressaður, í brúðkaupsafmælisferðina hef ég huxað mér að yppa öxlum. Og þangað til ég fer ætla ég aðallega að leggja metnað minn í að þvo allan þvottinn og gera heimilið páskafínt. Og fara í ræktina. Oft. Og knúsa flotann.

(Sagði konan sem var að frumsýna um helgina, djammaði í frumsýningarpartíi fram undir morgun, var þunn það sem eftir var helgar og er að fara á PR-fund í næsta verkefni í kvöld. Titillinn "Húsmóðir ársins" fer kannski eitthvert annað á þessu leikári...)

1 ummæli:

Árni Friðriksson sagði...

Okkur restinni af fjölskyldunni í Ránargötu 46 finnst þú nú samt vera "húsmóðir ársins". :)