Auðvitað er leikfélagið mitt fallegt og skemmtilegt.
Ég er hins vegar einhverf. (Las Undarlegt háttarlag hunds um nótt og komst að því.) Ef ekki er allt ákveðið og skipulagt fyrirfram, upp á mínútu, og fullkomlega fyrirsjáanlegt, þarf ég bara að gubba.
Og nú er ég búin að fara á fund og skipuleggja margt. (Reyndar alveg gífurlega margt. En þetta er allt komið inn í tímaplan.) Svo mér líður aðeins betur. Svo er frumsýning á laugardaxkvöld. Alltaf gaman á frumsýningum. Er það ekki?
Og þessari stjórnarsetu í Hugleik ætla ég ljúka með því að skipuleggja yfir mig og sjá um miðasölur á þremur verkefnum í einu. Sem sum eru á sömu kvöldunum. Vill einhver vera memm?
10.4.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
halló hvað ég skil þig með einhverfuna og skipulagið!! Er ekki svolítil Dudda í okkur öllum?
Kv Eygló
Hehe.
Velkomin, Eygló.
Siggalára
Skrifa ummæli