12.5.07

Kusum

Fjölskyldan mínus Smábátur fór í dag og kaus. Í ráðhúsinu. Það er kalt úti en samt eru allir þar. Mæli engan veginn með því að reyna að vera á bíl í bænum í dag. Eða einu sinni með barnavagn. Ég er þunn, Rannsóknarskip er þreyttur eftir að hafa vaknað með Freigátunni eldsnemma í morgun. Þau eru að leggja sig.

Ég er að huxa um að setja allra fyrstu þættina af Friends í DVD-arann og gera slíkt hið sama.

Best að byrja bara aftur á þessum degi.

En gaman var í pottinum hjá henni Hrefnu í Bingópartíinu í gær.
Takk fyrir skemmtunina, allir þar.

4 ummæli:

Þráinn sagði...

Ég hef smá áhyggjur af drykkju yðar

Sigga Lára sagði...

Skylda hvers Verðlaunaskálds er vissulega að vera drykkfellt úr hófi fram! Skál!

Nafnlaus sagði...

Verður þá ekki risapartý eftir sýninguna í Þjóðleikhúsinu?

Sigga Lára sagði...

Ég er allavega strax búin að panta frí í vinnunni daginn eftir...