Ég held ekki að Eiki frændi Rannsóknarskips hafi ekki komist upp úr undankeppninni af því að hann var ekki frá Austur-Evrópu. Ég held bara að það hafi verið af sömu ástæðu og að ég hefði ekki getað pikkað þetta lag út úr lænöppi fyrr en ég var búin að heyra það svona 10 sinnum.
En ég er hrifin af þeim sem eru að taka upp þráðinn þar sem Litháar skildu við í fyrra og senda fyndna kallhópa að gera misvitleysislega hluti (með boðskap eða ekki) eins og Lettar og Ísraelar.
Tími Ljótu hálfvitanna er klárlega runninn upp. Nú skora ég á, til dæmis, Bibba að skrifa írapoppsættaðan slagara í ætt við, til dæmis, Bjór meiri bjór, og á Sævar að þýða textann á ensku, með stuðlum og höfuðstöfum. (Ja, eða ekki. Ég finn sjálfa mig vera að verða hrifnari og hrifnari af þeim sem syngja á eigin frummálum.) Og bæta svo við júróhækkun fyrir síðustu endurtekningu á viðlagi, og málið er dautt.
Ég þarf annars að láta gera eitthvað við tölvuna mína. Hún er orðin öll hæg og skrítin. Er ekki um að gera að senda hana bara aftur til föðurhúsana og láta Tölvulistamenn krukka í hana? Ætli gögnunum manns sé ekki bara óhætt í Safninu hjá símanum á meðan?
Svo langar mig í minni tölvu. 12 tommu makka með firewire. Veit einhver um einhvern sem á gamla G4, í þeirri stærð sem er ekki ónýt?
Braskibrask.
11.5.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
EF ÞAÐ VERÐUR HÆKKUN SYNG ÉG ÞAÐ EKKI!
Ég skal syngja
Ég get sungið allt sem er hátt uppi.
Skrifa ummæli