21.5.07

Vorlyndið

Nú er ég farin að berjast við vorið. Merkilegt að verða alltaf þunglyndur á vorin. Þá vil ég helst skríða ofan í holu. Ég man að þetta var sérlega slæmt hitt vorið sem leikritið mitt fór í Þjóðleikhúsið. Þá langaði mig mest að skríða ofan í holu. Og nú er það sama uppi á tengingnum. Hvað er það, eiginlega? Mér finnst ég yfirleitt, á þessum árstíma, öllu klúðra, ekkert geta, og ólíklegt að neitt sem ég kem nálægt fari öðruvísi en mjöööög illa.
Og ég veit ekki hvaðan ég hef þetta. ALLT sem ég kem nálægt fer alltaf VEL og það er ALLTAF ALLT MÉR að þakka.
(Eða það þarf ég líklega allavega að fara að segja speglinum á hverjum degi.)

En í dag er ég eitthvað að rífa mig upp. Kannski vegna þess að það er snjókoma?

Er annars að fást við það stórskemmtilega verkefni að velja mér kúrsa til að taka eftir áramót í háskólanum. Allir skyldukúrsarnir mínir eru á haustönn. Ætlaði að vera megadugleg í haust og taka 20 einingar, þar sem þá er kennd útvarpsþáttagerð í menningarmiðlun, en þegar ég fór að skoða stundatöflur þá sá ég að hann er kenndur á nákvæmlega sama tíma og aðalritstjórnarkúrsinn. Ljóta óheppnin. En, þá eru þrír sem ég get valið í hvaða mastersnámi sem er í hugvísindadeild.

Einn er algjör sefölgeligheð. Hann heitir Íslensk samtímaleikritun í ljósi leiklistarkenninga 20. aldar. (Hljómar sennilega ótrúlega óspennandi fyrir flesta, en fyrir mér er þetta svona... nammi, sérhannað fyrir mig.) Og þá eru tveir eftir. Eitt og annað er í boði. Eins og til dæmis "Skynsemin og viturt hjarta" í heimspekideild hjá Róberti Haralds, Franskar bókmenntir á 19. öld, ef maður nennir að lesa meira af Proust, sem ég óverdósaði nú eiginlega á um árið, og kúrs í enskudeild um David Mamet kemur mjög sterklega til greina.

Sussu, hvað þetta verður skemmtilegt. Fyrst er það bara að þreyja helv... sumarið.

4 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Já Hörpu og Heyannir og alla þá. Skil þig. Mér líkar vel við myrkrið.

Þráinn sagði...

Hurðu...langar þig ekki að kíkja austur næstu helgi...það er að vísu ekki ball en smá partý!!!

Nafnlaus sagði...

Hvurslags eiginlega svartsýni er þetta. Það verður sko geðveikt gaman í sumar! Þú verður meirað segja ýkt fræg strax í byrjun sumars, þannig að leikurinn "af hverju erum við ekki skyld neinum frægum..." verður óþarfur þetta sumarið.
Kíki kannski í heimsókn á fimmtu- eða föstudag.
Hey, Þráinn. Ég er að koma austur um næstu helgi. Má ég þá koma í partýið?

Þráinn sagði...

Jahá...allir velkomnir:)