12.6.07

Góða frúin á O'Carolans


Ótrúlega margir sem ég þekki hafa einhvern tíma búið í Montpellier. (Fyrir utan þá sem ég kynntist þar.) Og flestir þeirra áttu sér einhvern aðal-hangistað. Fæstir þann sama. Minn var lítill og fallegur írskur bar sem var rétt hjá þar sem ég bjó. Þar myndaðist, sérstaklega á seinni hluta ársins, afskaplega skemmtilegur fjölþjóðlegur hópur af allskyns fólki. Sem ég hélt að væri síðan allur farinn í sitthverja áttina.

Um daginn fann ég út að pöbburinn minn var kominn með mæspeis. Ég fann út að það var vegna þess að eigandinn var búinn að giftast tölvuvísri konu. Þetta varð til þess að ég bjó mér til mæspeis, til þess að geta sett komment, sem upprunalega átti bara að vera svona "hæ, ég ætla aldrei að koma aftur, en bið að heilsa öllum og gaman að sjá staðinn í netheimum." Nema hvað, í því ferli miðju ákváðum við að fara einmitt til Montpellier í sumar. Svo kommentið var svona, "hæ, það man örugglega enginn eftir mér, en ég er samt að koma." Svo fékk ég skilaboð frá góðu og tölvuvísu konunni. Hún baðst afsökunar á að hafa ekki svara fyrr. (Var í brúðkaupsferð.) En var síðan hreinlega búin að reikna út hverja ég þekkti sem ennþá væru þarna, sagði mér hvað þeir allir væru að gera, og spurði hvenær ég yrði á svæðinu, því hún ætlaði að segja þeim öllum það. Skemmst frá því að segja að ég þekki ennþá heilan haug af fólki í Montpellier. Og nú veit ég það.

Ég á ekki orð yfir alminilegheitin og hlakka núna ennþá meira til útlandafararinnar, ef það er hægt. Svo vorum við Gyða að ákveða að skreppa til Egilsstaða um helgina. Svo það eru bara brjáluð ferðalðg framundan.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta stefnir í frábæra ferð, þú getur sýnt hvað íslenskar konur eru snöggar að eignast börn og koma þeim á legg - ég meina þú segist auðvitað hafa eignast Róbert á sama hátt og Gyðu ;)
Nei, bara djók!
Þetta verður örugglega yndisleg ferð hjá ykkur, það er engin spurning. Bið að heilsa Gyðu, sem verður öruglega farin að segja eitthvað fallegt um gamlar konur á frönsku næst þegar ég sé hana.