1.6.07

Iss

Ljóta pakkið, foreldrar hans Péturs í Barbapabbabókunum. Fyrst er hann "of stór" til að búa í garðinum. En þegar hann er orðinn frægur, ja þá kemur nú aldeilis annað hljóð í strokkinn. Þá verður þeim sko ekki skotaskuld úr því að byggja honum heilt hús úti í garði, og minna má nú gagn gera.

Höfðingjasleikjur!

(Hvaðan ætli annars þessi "skotaskuld" sé komin? Hver er vel að sér í Mál til komið?)

4 ummæli:

Svandís sagði...

Þetta fer einmitt ótrúlega mikið í taugarnar á mér en þar sem þessi bók er í algjöru uppáhaldi hjá Heiðu neyðist ég til að leiða það hjá mér.

Spunkhildur sagði...

Þetta er bara svona í henni veröld, Barbapabbi er einmitt rétti vettvangurinn til þess að benda börnunum sínum á þetta og nota barbapabba í forvarnartilgangi.

Nafnlaus sagði...

Skotaskuld er skuld sem erfitt er að innheimta. Það sem ekki er skotaskuld er þar með sannkölluð kökusneið.

Nafnlaus sagði...

Kvittun...
Ætli Skotaskuld sé ekki komin af því að Skotar eru taldir nokkuð fastheldnir á fé... sjáið bara Jóakim aðalönd... það er mjög erfitt að rukka hann... :)