Var að rekast á hinn, án efa, stórskemmtilega farsa "Kvenfólkið heftir okkur" eftir Oskar nokkurn Braaten. Hann skrifaði m.a. hinn endurfrægða farsa Ráðskonu Bakkabræðra, ef ég man rétt. Ég varð bara að koma þessum stórkskemmtilega titli á leikverki að. En ekki gaf ég mér nú tíma til að glugga í það.
Já, Hugrún, Freigátan, Rannsóknarskipið og myndavélin koma heim í kvöld. Ef ekki hafa tekist almennilegar myndir á þeirri græju veit ég að Sverrir mágur tók haug af skemmtilegum myndum um daginn, sem ég get sjálfsagt gabbað hann til að senda mér eitthvað af.
Og. Ég Veit. Sennilega eru Kóreufarar nú sofandi á sitt græna, slituppgefnir eftir ferðina yfir höfin og löndin, en samt er ég að farast úr frekju og forvitni og er farið að Dauð-Langa í færslu í dagbókina þeirra. Vona af öllum kröftum að einhver stikkorð um ferðina verði komin þangað fyrramáls.
26.7.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hefði þótt titillinn: "Kvenfólkið eltir okkur" mun flottari ;)
Sorry hvað ég er löt að kommenta, reyni nú flest alltaf að lesa þetta þegar ég hef haft það af að sparka tölvunni í gang ;)
Eða bara kvenfólkið gelti okkur....nei bara smá grín...
Síðbúnar hamingjuóskir með stækkun flotans! Þið getið farið að stofna heimsveldi...
Skrifa ummæli