25.7.07

Til Kóreu og Kína

Þá hafa Mementóar yfirgefið svæðið og hafið skrif á dagbók sem þegar virðist ætla að vera dandalaskemmtileg. Hún er hér.
Ég fékk allt í einu svo algjörlega yfirþyrmandi löngun til að sjá þessa sýningu, einu sinni einu sinni enn, að ég er að huxa um að gá hvort ég get ekki grafið upp diskinn hérna einhversstaðar í vinnunni og tekið hann með mér heim.

Er enn að jafna mig á Harry Potter. Sérstaklega þar sem ég get ekki gert mitt venjulega trix og lesið hana tvisvar í röð. (Eins og kannski einhverjir muna er ég búin að banna mér að lesa bækur sem ég hef lesið áður á þessu ári.) Venjulega les ég nýjan Potter af svo mikill áfergju að í fyrsta skipti að ég þarf að lesa hana aftur og betur. Nú er það ekki í boði fyrr en þann 1. janúar. Ég reyndi að fara ekki langt á undan sjálfri mér, en held ég þurfi samt aðra yfirferð. Svo jólabækurnar koma til með að fá smá pásu um áramótin.

Er annars búin að ákveða, til að næsta ár verði nú ekki eitt allsherjar deja, að þá megi aðeins 10. hver bók vera áður lesin. Og bækur sem ég skannaði fyrir próf í bókmenntafræðinni teljast til ólesinna. Og þó ég haldi þessu munstri til æviloka er mér stórlega til efs að ég nái einhverntíma að ljúka bókasafni okkar hjóna. (Sérstaklega þar sem það bætist alltaf hressilega í það í hvert sinn sem Rannsóknarskip villist inn í bókabúð.)

Átti t.d. ólesna Amy Tan sem svæfði mig í gærkvöldi.

Öll mín samúð er í augnablikinu hjá Kóreuförum sem eru á þessari stundu líklega enn í fyrsta flugi morgunsins og eiga að því loknu eftir marrrgra tíma flug til Kína, og svo eitt enn til Kóreu. Úgh.

Engin ummæli: