Það var allt morandi í lausum bílastæðum á fyrstu hæðinni í bílastæðahúsinu! Í vetur var aldrei neitt laust nema niðri í þriðja kjallara þegar ég kem í vinnuna, í sumar hef ég getað lagt niðri í öðrum kjallara, en þetta á sér engin fordæmi. Ég er greinilega næstum ein í heiminum um að vera í vinnunni, eins og fífl. Hér er líka allt á seinna seinna hundraðinu í gráðum á selsíus. Ég er að huxa um að fara að svara "leikritabræðslan" í símann. (Ef svo ólíklega vill til að einhver hringi.)
Í öðrum stórtíðindum er það helst að það er búið að selja ömmuhús á Egilsstöðum. Amma mín er búin að vera á sjúkrahúsi í 3 ár og á ekki afturkvæmt, og nú er loxins búið að selja íbúðina hennar. Það er skrítið. Afi og amma bjuggu alltaf við hliðina á pabba og mömmu svo við ólumst ekkert minna upp hjá þeim. Og það var nú oft stuð þar. Stundum var svo mikið af gestum á sumrin að það var allt teppalagt með fólki. Skrítið að átta sig á því að þau eru alveg, alveg farin.
Jæja, ég gæ hvort húsið verður kannske á sölu sumarið 2012.
(Er með það sem viðmiðunarártal til að stækka flotastöðina og skipta huxanlega um staðsetningu á henni. Þetta er sumarið áður en Smábáturinn fer í menntaskóla og Freigátan fer í skóla.) Reyndar ágætt að láta þetta í hendurnar á einhverjum handlögnum í millitíðinni. Við Rannsóknarskip erum hreint ekki smíðin.
Jæjah. Best að klára K.
27.7.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Komst aðeins á netið og varð að óska þér til hamingju með krílið.
Skrifa ummæli