Það ber helst til tíðinda að Litli-Makki, sem er farinn að gegna nafninu Míka, er kominn á heimastöðvarnar. Þetta er til dæmis boggað á hann. Það fyrsta sem ég gerði var að fjárfesta í Fænaldrafti á alnetinu, svo ég gæti loxins byrjað á leikritinu sem ég ætla að skrifa fyrir ágústlok. En, obbossí, þegar allt er uppsett eftir öllum reglum kúnstarinnar kemur í ljós að fyrirbærishelvítið skilur hvorki ð eða þ. Ég er búin að prófa allt sem mér dettur í hug og er orðin lens og ætla að grafa í innviðum vinnutölvunnar minnar hvort ég finn kannski þar eldgamla, stolna Fænaldraftið sem Guðni Elís gaf mér fyrir margt löngu.
En þá er hún óformlega hafin, fangavistin yfir börnunum og burunni. Reyndar kemur Hugga móða á eftir og tekur Freigátuna með sér aðeins þar sem móðurskipið ætlar aðeins að fara upp á skrisstofu og segja eitt og annað við Rauðhærða Ritarann, sem kom aftur í dag. Og kannski stelast í blóðprufuna sem átti að fara í í síðustu viku.
Rannsóknarskipið er að leggja af stað í fyrsta daginn sinn sem virðulegur lærimeistari í skóla Haganna. Þar ætlar hann að vera í allan dag! Þar með er undirrituð orðin umsjónarmaður heimilishalds, Í þrjá daga. (Síðan förum við Freigátan austur og þegar við komum til baka verður hún leixkólastelpa og ég nemi.) En þessir þrír dagar skelfa mig heilmikið. Ég þakka mínum sæla fyrir að vera uppi á tímum þar sem leikskólar eru til og kvenfólk á annars úrkosti en að vera húsfrýr. Ég myndi einfaldlega ekki meika það, verða þunglynd á þremur dögum sléttum og hengja mig eftir vikuna. Ekki það að mér vaxi í augum að hafa krakkana nokkurn veginn hrein og nærð og í nokkurn veginn heilu lagi. Ég get líka alveg haldið heimilinu maðkafríu. En mér þætti alveg óstjórnlega slítandi til lengdar að þurfa að gera það allan daginn alla daga. Já, ég viðurkenni það. Þrátt fyrir að vera kona þá veita húsverkin mér ekki neins konar andlega fullnægju.
Þá spyrja menn kannski sig (og mig) hvað ég ætli eiginlega að gera þegar ég verð komin með ungabarn? Þá verð ég vissulega heimavinnandi allan sólarhringinn... þangað til í júní, þegar Rannsóknarskip fer í frí. En mér finnst það síður óyfirstíganlegt þar sem Freigátan verður á leikskóla og ég verð líka að taka 2 litla kúrsa í háskólanum. Ég er þá allavega bara að hafa ofan af fyrir einu barni (sem ég er að ímynda mér að verði svefnsælla en stóra systir ;-) og hef eitthvað annað að huxa um þess á milli. Það fer svo eftir veðri og vindum hvað gerist í haust.
Ég dáist að húsmæðrum. Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því hvaða skapgerðarstyrk, sjálfsaga og almennar duglegur þarf til að eyða öllum dögum í húsverk, mest í félagsskap fólks sem enn hefur ekki masterað rökhuxun, án þess að bilast á geði og hætta að fara úr joggingbuxunum eða sófanum. Ég veit að fullt af konum skammast sín vegna þess að þeim finnst þær eru heimavinnandi og finnst þær ekki nógu góðar í því. En staðreyndin er sú að þeirri vinnu lýkur aldrei. Maður getur skrúbbað, straujað og alið upp allan daginn og alla nóttina, heimilið verður aldrei fullkomlega hreint og börnin koma alltaf til með að hirða upp nokkra ósiði, þrátt fyrir góðan vilja. Enn fleiri eru með samviskubit vegna þess að þeim finnst það ekki gaman. En það er algengur misskilningur að við konur eigum að hafa húsmóðurhlutverkið innbyggt og meðfætt og eigum að vera hamingjusamastar á bak við eldavélina. Enn þann dag í dag.
En nú segi ég eins og systir mín, computer says no. Ég er ekki húsmóðurtýpan. Neita að skammast mín fyrir það, eða taka því þannig að með því hafi ég fyrirgert rétti mínum til að eiga fjölskyldu. Ég hef huxað mér að hrúga níður öllum þeim börnum sem mér sýnist og ætlast síðan til þess, alveg skammarlaust, að maðurinn minn, þau sjálf og samfélagið aðstoði mig við heimilshaldið gegn fyrirgreiðslu sem heimili með tvær innkomur hefur efni á að borga. Og ég er engin kvenleysa þó ég vilji heldur vinna utan heimilis. Hins vegar er Rannsóknarskip alveg til í að vera heimavinnandi (sem gerir hann síst ókarlmannlegri), sem hann má alveg ef ég hef einhverntíma þær tekjur sem til þess þarf.
Allt í einu er þetta orðinn kvenréttindalanghundur. Ég veit ekki alveg hvort er samhengi í honum, inn á milli er ég búin að vera að sækja Freigátuna upp á borð og bekki og reyna að gabba hana til að leika sér sjálf. Tiltektin frá í gærkvöldi sést ekki lengur. Uppþvottavél og þvottavél öskra úr hungri og það er ekki alveg laust við að einhver gólf þurfi einhvers konar þrif. Fyrir utan svo gestaherbergið sem þarf að notast í kvöld en er pakkfullt af drasli.
ÉgvildégværiPamelaíDallas!
Eins gott að ég hef Míkana.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
Æi, ég sem ætlaði að vera löngubúinn að benda þér á fínt forrit, sem þar að auki er ókeypis. Oh well, allavega, það er hérna: www.celtx.com
Ójá. Ég er einmitt ekki frá því að mitt fyrsta alvöru þunglyndistímabil hafi einmitt hafist á fyrsta alvöru húsmóðurtímabilinu mínu... Sem varð vel rúmlega ár...
Ég er ekki frá því að það hafi eitthvað að gera með undirnotkun á heilastarfsemi...
Og samkvæmt Betty Friedan urðu húsmæður víst geðveikar í hrönnum á eftirstríðsárunum.
Almáttugur hvað ég er sammála þér, ég er afskaplega þakklát fyrir leikskóla og jafna atvinnuþátttöku.
Mér finnst persónulega að við getum leyst okkar vanda sem og vanda 3ja heimsins í einu skrefi. Til þess að við höfum tíma til að njóta lífis, auk þess að húsið okkar sé alltaf hreint - og til þess að svarta fólkið í Afríku fái að borða þá finnst mér að Afríkuríkin eigi að fara að huga að útflutningi á þeim. Allir eiga rétt á sínum persónulega negra sem sér um að þrífa og sækja gormana á leikskólann :-)
Þarftu ekki bara að innsetja íslensku viðbæturnar héðan: www.apple.is/islenska
Annars er Makkaútgáfan af Final Draft óttalegur dínósár. Celtx sem Gummi bendir á hefur fengið fína dóma.
Er einmitt að prufukeyra celtx. Það er allavega hægt að skrifa þ og ð. Sem er strax framför!
Ég vildi að ég væri svo heppin að búa í landi þar sem konum stæði til boða hvort tveggja að eignast börn og að vinna úti.
Já, hún þarna samnorn okkar sem er líka ólétt er sett 13. febrúar :-) ...þetta hefur verið megapartý sem við vorum í... :-)
Hver er líka ólétt?
Skrifa ummæli