Auðvitað voru fyrstu dagar Freigátunnar svo lygilega skemmtilegir að einhverntíma hlaut að koma bakslag. Og það kom í þessari viku. Hún komst bara í leikskólann fyrst í gær og var ógurlega lítil í sér allan daginn og grét bæði þegar ég fór og kom aftur. Svo var hún alveg í syngjandi stuði í morgun, alveg til í að fara í leikskólann og inn á rólóinn, en um leið og við komum inn snerist allt á hvolf og aðskilnaðurinn varð ógurlega dramatískur.
Ég er nú samt að vona það besta. Sæki hana seinnipartinn og vona að þá verði þetta orðið eitthvað aðeins skemmtilegt.
En þetta er sem sagt annar dagurinn sem ég er bara heima að læra (og ganga frá öllum þvottinum) meðan allir hinir eru í skólunum sínum. Og í dag ætla ég sko í bumbusund! Búin að missa af því síðan einhvern tíma í ágúst, svo í dag skal bumbusynt, hvað sem það kostar. (Styttir líka kannski aðeins tímann sem ég þarf að bíða með hjartað í hálsinum eftir að geta farið að sækja Freigátuna.
Aukinheldur hef ég huxað mér að læra slatta (aldrei að vita nema önnur flensa verði komin eftir helgi) og húsverka smá. Og þvo þvott. Og urlast ef það kemur rigning.
Svo er ég einstæð móðir í dag. Ofvirka djammliðið á vinnustað Rannsóknarskips er að fara með hann í óvissuferð.
Enda er hann búinn að vera svo duglegur á alla kanta, í vinnunni og heima hjá sér, að hann á nú aldeilis inni fyrir því að lypta sér upp.
Bezt að fara í Moliere. Lesa Tartuffe. Það er svo nostalgískt.
14.9.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ohhh maður fær alveg sting í hjartað þegar ungarnir manns láta svona á leikskólanum... EN.. það furðulega er að þegar við erum horfnar útúr dyrunum þá er allt í fína lagi yfirleitt!!! Hún kemst yfir þetta litla skottan og bíddu bara.. bráðum vill hún sko ekkert hanga heima hjá mömmu... heldur fara bara á leikskólann og syngja! :o)
Knús á þig ljúfan og njóttu bumbusundsins!
ps: var að bæta þér inn sem link á mína síðu :o)
Skrifa ummæli