31.10.07

Skrít og óléttufréttir

Þetta er nú heldur asnalegur miðvikudagur. Öllu flugi var aflýst vegna rox í gærkvöldi svo Smábátur þurfti að fljúga norður löngu áður en hann vaknaði í morgun. Þeir feðgar fóru bara á flugvöllinn fyrir skóla hjá Rannsóknarskipi og fengu sér morgunmat þar. Eins og kerfið hafi ekki verið komið í nóg rugl, þá er frí fram að hádegi hjá mér vegna veikinda eins kennarans míns. Hann var nú fyndinn í tölvupóstinum sem hann tilkynnti það í og lagði til að við notuðum tímann í að vinna í því sem við eigum að vera að gera... en ég er nú bara að hugsa um að leggja mig.

Við Gyða löbbuðum í leikskólann, Rannsóknarskip er á bílnum og sækir hana seinnipartinn. Þá verður hann kominn í vetrarfrí fram á þriðjudag og verður væntanlega ógurlega hamingjusamur með það... þangað til ég tjæj honum að við ætlum að eyða næstu dögum í IKEA. ;-)

En nú koma óléttufréttir. Það er helst að frétta að það er alveg sama hvað teljarinn á blogginu mínu æðir áfram, teljarinn á blogginu hennar Siggudísar er alltaf meira en hálfum mánuði á undan! Mér finnst ég komin með gjænormós bumbu, en óléttubuxurnar eru ósammála og halda áfram að vera allt of stórar. Enda held ég að ég hafi bætt eitthvað litlu á mig "meððí" í öllu annríkinu. Bestu fréttirnar eru þær að ég er ekki orðin eina græna baun farlama. Labba bara allt sem mér sýnist og fer ekki einu sinni hægar yfir en á góðum ó-óléttum degi. Er samt dugleg að mæta í bumbusundið, aðallega af því að það er svo gaman. Og svo var ég að panta í meðgöngujóga tvö kvöld í viku, en mér skilst að þar sé nú frekar langur biðlisti. Svo ég veit ekki hvort ég slepp inn þar fyrr en kannski undir jól.
Ofurlítil Duggan er farin að verða nokkuð dugleg að sparka og hamast, en ég er samt með á tilfinningunni að hún/hann sé eitthvað rólegri en Freigátan. Kannski eitthvað meira af Brekkugenum í þetta skipti. Svo eru þeir alveg hættir að láta mann vera að mæta í mæðraskoðun í tíma og ótíma. Ég þurfti að fara síðast á 16 vikum og þarf síðan bara ekkert að fara aftur fyrr en á 29. viku. (Einhverntíma seinnnt í nóvember. Spurning hvort maður má nokkuð vera að því, þá.)
Annars finnst mér þessi ólétta vera eitthvað svo lítið mál að ég man sjaldnast eftir henni. Mér finnst ég þó vera aðeins farin að þurfa að sofa meira, aftur, enda alveg að koma að þriðja þriðjungi sem var síðast talsvert óþægilegur, ef ég man rétt.

Og með það er ég farin að sofa fram að hádegi.

3 ummæli:

Siggadis sagði...

Já, þetta er svolítið undarlegt með þessar óljéttur... ef maður reiknar í vikum er ég komin 7 mánuði á leið, en á þá tæpa 3 mánuði eftir (sem gera samkv. mínum útreikningum 10 mánuðir) og ef maður reiknar í vikum þá eru 12 vikur eftir sem eru um þrír mánuðir... því er einhvernveginn gert ráð fyrir að mar nenni að vera að burðast um með bumbuna í 10 mánuði.. hvenær gerðist það eiginlega..? Ég einhvernveginn stóð alltaf í þeirri trú að þetta væru 9 mánuðir... :/ En ég er kannski bara með meðgönguheilagliðnun... :S

Berglind Rós sagði...

Smá viðvörun, ekkert vera að gera þér of miklar vonir um rólegheit út frá hreyfingum í bumbunni, ég stóð í þeirri meiningu að Guðmundur Steinn yrði svo pollrólegur, mestalla meðgönguna og alveg í svona viku eftir að hann fæddist. Ekki lengur.

Nafnlaus sagði...

Það er ekki laust við að það hringli smá í stokkum við þessar lesningar en það er snarlega bælt niður með því að líta í kringum mig hér í svínastíunni sem kallast heimili... hefði ekki orku í fleiri skæruliða! Rólegheit? hvað er nú það???? :þ

btw... sástu myndirnar hjá mér? Við náum kanski að flytja fyrir jól!!! whúhúúúúú... *hoppedískoppogallurpakkinn* Losna kanski úr þrengslunum bráðum! :o)))