Maður fer nú alveg að hætta að nenna að læra hver er borgarstjóri.
En þetta er skemmtilegt. Eftir því sem oftar er skipt um meirihluta verða mútuloforðin stærri og meiri. Nýi meirihlutinn ætlar að gera allt fyrir alla. Skiptum nokkrum sinnum í viðbót, og enginn þarf lengur að borga fyrir neitt, flugvöllurinn verður allsstaðar, strætó sækir menn heim og enginn þarf að borga fyrir það, börn, gamalmenni og öryrkjar þurfa ekki lengur að borga fyrir neitt, allir fá félaxleg húsnæði, frítt, Sundabraut verður bæði í göngum, stokk, brú og landfyllingum, öll gatnamót verða mislæg, skólar, leikskólar og elliheimili verða demantlögð og gullslegin troðfull af faglegu starfsfólki á þingmannalaunum og svo framvegis og svo framvegis.
Borgin á greinilega nóga peninga.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli