25.1.08

Missti af fréttunum

Er ekki örugglega enn sami borgarstjóri og í gær?

Í dag eiga bæði Bibbi (30) og Siggadís (35) sitthvort merkisafmælið. En ekki virðist ég eða hún ætla að halda uppá daginn með fæðingu.

Annars er allt í einu bara galið að gera. Þýðingum rignir inn. Eitthvað ætti ég að vera farin að læra (en er ekki) og svo er víst búið að panta leikrit. En ég er eiginlega hálfónýt í öxlinni minni og veld eiginlega ekki vettlingi, né get ég haldið á neinum spöðum. Allavega ekki lengi í einu. (Veit ekki alveg hvernig maður fer að því að fæða barn þegar maður getur ekki einu sinni hlegið eða hóstað eða hnerrað.) 
Og svo langar mig líka mest bara að hanga og lesa fæðingarsögur og hreiðrast. Og sofa mikið og meira.
Þarf að fara að eignast þetta barn sem þarf síðan að vera af Rannsóknarskipslegum rólegheitakalíber.

Hafði þó af að elda ljómandis kjúkling í tilefni bóndadaxins í kvöldmatinn.

Í fréttum er þetta annars helst:

- Rannsóknarskip er búinn að redda okkur hræódýrum notuðum þurrkara, sem er reyndar ekki kominn í hús, en er væntanlegur.
- Ég var farin að hafa áhygggur af því að feiti sundbolurinn minn væri farinn að þynnast á ýmsum stöðum, enda búinn að afreka tvær meðgöngur með sundi þrisvar í viku. Og í dag gerðist það, það kom gat á rassinn á honum. Sundfatainnkaup fyrirhuguð um helgina.
- Ennfremur á víst litla frökenin hún Freigáta tveggja ára afmæli á mánudaginn, svo í sömu ferð er ætlunin að versla handa henni einhvers konar afmælisgjöf, sem verðu nú líklega í praktískara lagi, huxanlega fatkyns.
- Mig langar að nenna í bumbujóga í fyrramálið...

2 ummæli:

Siggadis sagði...

Neibbs... ekkert barn komið enn... held að ég haldi mig bara við gamlárs, þ.e. vestræna og austræna. Búin að koma með barn á því vestræna svo nú er stefnt á 6.feb - það austræna :-)

Gilitrutt sagði...

sæll Rifríður mín - gangi þér vel í bumbufræðum sem og öðrum...ef þú þarft að láta setja þig af stað þá líst mér vel á að þú kikkir á bullið okkar og hlæjir þig í gang.
Hafðu það gott.