21.1.08

Panikk?

Var eitthvað asnaleg í gær. Lystarlaus og pirruð. Vaknaði svo í morgun með einhverja nýja tegund af bakverk. Ekki að ég haldi að neitt sé að gerast akkúrat í dag, en fékk samt vægt panikkkast.

Það eru ekki til bleyjur eða neitt í þeirri fjölskyldu. Ég á eftir að fjárfesta í öllu sem kemur úr apóteki, nema snuðum. Og það er eftir að sjóða þau. Skiptiborðið er reyndar komið úr geymslunni, en það liggur bara í sturtunni, grútskítugt og það vantar í það skrúfu. Það er reyndar búið að stofna fæðingardeildartösku, en það er ekkert komið í hana nema heimferðarfötin á barnið. Og ég man ekki einu sinni hvað þarf að vera í henni fleira. Nema bókin sem ég er að lesa.

Ætli maður reyni ekki að haska sér í apótek og eitthvað í dag. Var nefnilega að fatta að barnið gæti komið NÚNA! Þó það geti líka alveg látið bíða eftir sér í allt að 5 vikur í viðbót. En samt líklega betra að vera bara við öllu búinn. Ef nýir verkir og krankleikar ætla að halda áfram að fjölga sér í 5 vikur þá fer maður nú ekki að verða til mikils og betra að vera búinn að öllu og geta bara legið og tjillað í mánuð.

Og það allra skemmtilegasta? Heimavinna þessarar annar felst fyrst og fremst í yfirgripsmiklu DVD-glápi! Heppilegt?

3 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Heyrðu það er eitt algjörlega nauðsynlegt að hafa með sér og það er vatnsflaska! Finndu tóma hálfslíters flösku og stingdu í töskuna, það er algjör lífsbjargari. Annars er það aðallega bara föt fyrir sig og barnið og kannski einhver smá afþreying. Og súkkulaði. Ég man ekki eftir fleiru sem skipti máli. Jú myndavél.

Sigga Lára sagði...

Mmmmm... Súkkulaði. (Sagði hún og hélt áfram að borða leiðinlega hollu vínberin sín.)

Var líka að muna að burðarsjalið og þurrkarinn sem meiningin er að fjárfesta í hangir enn einhvernsstaðar ókeypt úti í bæ. Svo fer nú kannski að verða síðasti sjens að panta sér í meðgöngunudd...

Siggadis sagði...

OMG! ÉG Á EFTIR AÐ GERA ÞETTA ALLT!!! sjitt... og ér ég að fara að mæta bara í vinnuna eins og maður sé ekkert kominn á tíma eða neitt... djíses...