Verkir eru svo sem farnir að láta á sér kræla, en þeir koma og fara og hverfa stundum alveg og ég get alveg sofið fyrir þeim og ku geta hagað sér svoleiðis vikum saman. Skemmtilegt.
Freigátan er öll að skríða saman, og er núna að hamast við að vilja alls ekki fara að leggja sig og heldur nú tónleika og aðra skemmtan í rúminu sínu fyrir aumingja föður sinn sem er að reyna að leggja sig.
En mig langar bara að sofa og sofa. Og vakna kannski til að fara á fæðingardeildina.
Hér eru svo nokkrar hrroðalega sætar myndir frá afmæli Freigátunnar á leikskólanum:
2.2.08
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Ég hef bara ekki vitað barn sem myndast jafn krúttlega!
Hun er svo lik ther Sigga Lara :-)
GlingGlingGlingabíng! Hún er dásamlega mikið krútt!
Æ hvað hún er sæt.
já það verður nú erfitt að toppa þetta!
jeminn en það krútt!!
Skrifa ummæli