29.2.08

Hlaupársdagur!

Það sem af er þessum degi höfum við Hraðbátur brúkað í svefn og beint símasamband við júgurbólguvaktina. Sú vakt er farin að fara illa í pirrurnar á mér. Þannig er að hún er staðsett uppi á Landspítala og maður fær símanúmerið þar heim með sér af fæðingardeildinni. En ætli maður að gerast svo djarfur að hringja þangað þarf maður að hafa daginn fyrir sér. Þar er nefnilega alltaf á tali. Og ekkert svona bið-kerfi. Þannig að maður þarf bara að hringja aftur og aftur og aftur... ekki ólíkt því þegar maður var að reyna að ná í vinsældarlista Rásar 2 í gamla daga. Eftir nokkurra klukkutíma tilraunir í gær náði ég í einhvern. (Er nefnilega að verða búin með pillurnar mínar, en júgurbólgan hefur ekki algjörlega horfið.)

Konan sem ég talaði við í gær vissi ekkert, en ætlaði að biðja einhverja aðra að hringja í mig klukkan 9 í morgun. Klukkan 9 í morgun hringdi enginn. Klukkan 10 í morgun hringdi ég í ráðgjafarsímann góða, sami enginn svaraði. Ég hringdi í hinn símann og lét "pípa" á konuna, hún svaraði því ekki heldur. Hringdi að lokum upp á sængurkvennagang og lét ambússja konuna. Klukkan hálfellefu hringdi hún aftur í mig. Og trúði ekki á fyrri sjúkdómsgreiningar á júgurbólgunni.

Það er nefnilega svo merkilegur andskoti að brjóstagjafaráðgjafar halda alltaf að ástæða allra slæmskna í júgrum séu vegna þess að barnið sé að sjúga vitlaust. Svona er ferlið búið að vera:
- Strax á fæðingardeildinni/Hreiðrinu koma ljósmæður og skoða hvort barnið sé ekki örugglega að sjúga rétt.
- Svo kom ljósmóðir heim á hverjum degi í 8 daga og hún fyldgist með að barnið væri að sjúga rétt.
- Síðan því sleppti er heilsugæsluljósmóðirin mín búin að koma tvisvar til að vigta, og hvað annað? Jú, fylgjast með því að barnig sjúgi rétt.

Til að komast framhjá þessu eftirliti öllu saman, enn með vitlaust sjúgandi barn, þyrfti gífurlega einbeittan brotavilja.

En, allt kemur fyrir ekki. Ráðgjafinn sem ég talaði við í morgun reddaði mér reyndar fleiri pillum, en hún vill samt að við komum til hennar á mánudag, ef sá litli verður hættur með horið.
Til þess að gá hvort hann sé að sjúga rétt.

3 ummæli:

Siggadis sagði...

Sjúsjúsjú - jeminn eini! Ég hef sem betur fer alveg sloppið við svona hnýsni - kannski er ég með svona óaðlandi búbbinga...? Þær kannski fá ekki nægilega mikið að sjúga heima hjá sér, þessar kerlingar?

Nafnlaus sagði...

Nú var ég næstum búin að skrifa hér ógulega langa brjóstagjafasögu en náði á síðustu stundu að halda aftur af mér. Gangi þér vel... hrafnhildur-habbý

Elísabet Katrín sagði...

Voðalega hefur þetta breyst mikið á fáum árum...man ekki eftir því að nokkur skipti sér af því hvernig mínir strákar sugu...bara ef barnið var komið á brjóst þá mátti maður hypja sig heim ;)