Éld þeir ættu að vera alveg rólegir. Engin kreppa eða verðbólga hefur hingað til komið í veg fyrir að Íslendingar taki neyslulán og eyði í vítleysu.
Ofboðslega eru annars þessir dagar eftir páska erfiðir. Mig dreymir súkkulaði. Í alvöru. Bruddi heilan poka af gulrótum í gærkvöldi í einni beit til að reyna að slá á fráhvörfin. Og eldaði þvílíkan kvöldmat í kvöld. Það dugði ekki. Og endalaust sönglar í höfði mér:
Mig langar í súkkulaaaaaði! (Syngist með rödd Óla í Geimtíví)
Hef samt ekki fallið. Enn.
Hraðbátur fór í sex vikna skoðun í dag. Þó hann sé reyndar alveg að verða 8 vikna. Hann er orðinn yfir 5 kíló og 56 og hálfur sentímetri. Búinn að stökkva upp um nokkrar meðalkúrfur í lengd og þyngd og stefnir í að verða hinn mesti risi. Þrátt fyrir að hafa fæðst svoddan trítill. Honum virðist sumsé ekki ætla að verða meint af því að gubba næstum öllu sem hann borðar.
Myndir frá skírn og síðar eru alveg að fara að detta inn... um leið og verður tími.
Sem maður veit nú ekki alveg hvenær verður. Hugleikur er nefnilega að fara að frumsýna.
Sumc:
39 og 1/2 vika
Eftir Hrefnu Friðriksdóttur
Í leikstjórn Ástu Gísladóttur, Júlíu Hannam og Sigurðar H. Pálssonar
Frumsýnt á föstudag, sýnt í Möguleikhúsinu. Nánari upplýsingar á hugleikur.is.
Og kemur mér það við?
Jú, mín spratt upp á kantinum þegar vantaði í miðasöluna. Þ.e.a.s. eftir nokkurn eftirrextur Rannsóknarskipsins. Ég var efins um að litli mathákurinn myndi þola svo langar fjarvistir, en mér sýnist þetta sleppa ef ég skrepp heim annað hvort í fyrri eða síðari hálfleik til að gefa. Kem sem sagt til með að sjá þetta leikrit, en ekki allt í einu.
2 ummæli:
Þarna kom það, ég vissi að ég kannaðist við manninn!
Einsöngvarinn Þegiðu-Jónas? Ógleymanlegt!
Þarf að láta manninn leika meira. Og syngja!
Skrifa ummæli