26.3.08

Spámaðurinn Sævar hinn óbermski

Eins og fram hefur komið er ég að lesa mig upp á blogginu mínu. Hjá mér í þeirri yfirferð er nú kominn septembermánuður 2005. Og menn eru byrjaðir að skemmta sér við að finna upp kjánaleg nöfn á ófædda Freigátuna (sem þá hét Kafbátur) í kommentakerfinu. Og mig rak í rogastanz þegar ég raxt á eftirfarandi brot úr annars kommentslanghundi frá Sævari:

Af bátatengdum nöfnum er Fley dáldið gott. Virkar á bæði kyn. Friðrik Fley. Gyða Fley. Freygáta er annað.
(Kommentakerfið, 07.09.05)

Nöfnin Friðrik og Gyða höfðu ekki komið neins staðar til tals fyrr. (Þó það hafi svosem ekki verið erfitt að giska á þau, hefði alveg legið jafnbeint við að skjóta á Ragnheiði og Sigurjón...)

Svo finnst mér gott að geta kennt Sævari um að ég misritaði Freigátuna með ufsuloni fyrst eftir að hún fæddist.

Engin ummæli: