26.3.08

Sjúkrasagan endalausa

Í gær dró til tíðinda.

Á annan í páskum fór Freigátan aftur að kvarta yfir að sér væri illt í eyranu. Um leið fékk hún grænt hor í þá nös. Enda búin að vera pensillíns- og horlaus í heila tíu daga. Svo í gær var Rannsóknarskip sendur með hana til læknis.

Sá tók nú aldeilis til hendinni. Hann tók röntgenmyndir af kinnholunum hennar og lungunum, eftir að hafa úrskurðað að eyrnabólgan í hægri lifði góðu lífi. Lungun voru í sæmilegu lagi, sýndu allavega engin merki um að hún hefði nokkurn tíma fengið lungnabólgu. Sem er nú gott þar sem það hefði þá farið framhjá foreldrum hennar. Einhverja bólgu var hún síðan með í annarri kinninni, en ekki eins mikla og læknirinn bjóst við.

Heim komust þau eftir langa mæðu og nú er Freigátan komin á:
- Ofnæmislyf einu sinni á dag meðan birgðir endast.
- Pensillín tvisvar á dag í viku.
- Nefsprey þrisvar á dag í 10 daga.

Hraðbáturinn fékk líka nefdropa til að nota í 10 daga, en hann er enn með eitthvað smá hor sem hann er búinn að vera með meirihluta ævi sinnar.

Eftir 10 daga er ég að ímynda mér að heimilið verði horlaust!

Annars, við Hraðbátur fórum og nutum frelsisins sem felst í barnavagnaeign í gær. Önduðum að okkur snjókomunni og svifrykinu og þrömmuðum bæinn endilangann. Enda eins gott. Í dag er skítaveður og snjóhraglandi og við förum ekki baun út.

Engin ummæli: