25.3.08

Vírinn

Það var verið að auglýsa eftir enskukennara í MA. Rannsóknarskip er löggiltur enskukennari.
Gústa Óla vantar víst fréttamann á RúvAk. Ég þekki hann.
Á Akureyri gætum við tvöfaldað fermetrafjöldann á heimilinu fyrir sama pening.
Líklega þrefaldað ef við byggjum í Eyjafjarðarsveitinni eins og Rannsóknarskip vill.

En framhjá einu varð ekki litið.
Önnur sería af The Wire féxt hvergi nokkursstaðar.

Svo við snerum aftur. Og ég fór í Nexus í dag.

Enda eins gott. Það er nefnilega þriðjudagur.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nú jæja. Er hann með sveitasýkina greyið.
Hrafnhildur

Sigga Lára sagði...

Tja, það er nú eiginlega ég sem fæ annað slagið landsbyggðarköst og þá les ég upphátt af Fasteignavefnum fyrir Árna. Hann tjáði mér síðan, eftir nokkra upplýsingapakka um fasteignaverð á Akureyri, að hann vildi heldur búa inni í sveit heldur en þar.

En það er enginn að fara neitt í fyrirsjáanlegri framtíð.

Nafnlaus sagði...

Þekki fólk sem býr handan við fjörðinn. Líkar það vel en keyrir heil ósköp til akureyris. En þannig er nú það.

Blogger segir dlrvk... ætli það eigi að segja okkur eitthvað ?
Hrafnhildur

Sigga Lára sagði...

Delete Reykjavík? ;-)

Annars er ég komin með mjög ákveðinn (og mjög fjarlægan) framtíðardraum sem snýst um að búa í Eyjafjarðarsveit og vera í duddinu... en það er annar pistill.