31.3.08

Þetta helzt

Um helgina vorum við Rannsóknarskip með dugleguna. Það þýðir að í dag er ekkert drasl heima hjá mér. Sem þýðir aftur að í dag verður ekki staðið á haus við að taka til án þess að högg sjái á vatni neitt. Það sést meira að segja í botninn á þvottakörfunni. Enda er ég búin að undirbúa ferð í lánasjóðinn og senda námstengda tölvupósta út um allt og held svei mér þá að það sé séns að ég geti klárað þetta, eftir alltsaman. Það er jú allur apríl til stefnu til að klára leikritið, og hálfur maí til viðbótar í ritgerðina. Ef mar klárar þetta ekki, þrátt fyrir eitt barn með bakflæði og annað með hor, þá sé maður nú plebbi.

Hraðbáturinn virðist þó allur vera að batna í bakflæðinu og það er að komast einhver regla á það hvenær hann vakir og sefur á daginn. Þá er auðveldara að skipuleggja. En Freigátan er á síðasta degi pensillíns og var frekar geðvond um helgina og komin með nýtt hor í gær. Er alvarlega að spá í hvort ég á að fara með hana til læknis í dag eða sjá til þangað til á morgun... Best að panta bara tíma á heilsugæslustöðinni. Í dag ef hægt er, annars á morgun. Jájá. Og panta í leiðinni flug fyrir Smábátinn um helgina. Hann er víst að fara í skoðunarferð norður, að heilsa upp á nýju systur.

Og Ylfa á afmæli í dag. Til hamingju.
Það þýðir að Nína á afmæli á morgun. Hún er aprílgabb.
Og þá á ég líka afmæli á föstudaginn. Finnst ég eiga svo ómerkilegt afmæli að ég er búin að panta að fá pottasett í afmælisgjöf frá eiginmanninum. (Þar sem ég eyðilagði sósupottinn með snuðabræðslu um daginn og skaftið er alveg að detta af hinum skaftpottinum líka.)
Og þá á Lilja Eygerður afmæli á... mánudaginn? (Er það rétt hjá mér?)
Og Þórunn Gréta  og hjónabandið mitt á þriðjudaginn.
Og ég er ekki alveg viss, en ég held ég hafi átt 20 ára fermingarafmæli einhvern tíma rétt um daginn.

Og ég er örugglega að gleyma mörgu, bæði fólki og fénaði sem á líka afmæli þessa dagana.

Til hamingju allir.

3 ummæli:

Hugrún sagði...

25 ára fermingarafmæli hjá mér í dag.... ég hélt það hefði verið fyrir 5 árum. Mun ekki halda upp á daginn sérstaklega, nema fara í ræktina til að halda mér unglegri.
´Mæli með kirtlatöku fyrir Freygátuna.

Nafnlaus sagði...

Pant vera með, degi á eftir Nínu.

Nafnlaus sagði...

Vá takk fyrir! Og sömuleiðis til hamingju með 5. apríl. Þú ert dugleg að muna afmælisdaga!