Hraðbáturinn virðist þó allur vera að batna í bakflæðinu og það er að komast einhver regla á það hvenær hann vakir og sefur á daginn. Þá er auðveldara að skipuleggja. En Freigátan er á síðasta degi pensillíns og var frekar geðvond um helgina og komin með nýtt hor í gær. Er alvarlega að spá í hvort ég á að fara með hana til læknis í dag eða sjá til þangað til á morgun... Best að panta bara tíma á heilsugæslustöðinni. Í dag ef hægt er, annars á morgun. Jájá. Og panta í leiðinni flug fyrir Smábátinn um helgina. Hann er víst að fara í skoðunarferð norður, að heilsa upp á nýju systur.
Og Ylfa á afmæli í dag. Til hamingju.
Það þýðir að Nína á afmæli á morgun. Hún er aprílgabb.
Og þá á ég líka afmæli á föstudaginn. Finnst ég eiga svo ómerkilegt afmæli að ég er búin að panta að fá pottasett í afmælisgjöf frá eiginmanninum. (Þar sem ég eyðilagði sósupottinn með snuðabræðslu um daginn og skaftið er alveg að detta af hinum skaftpottinum líka.)
Og þá á Lilja Eygerður afmæli á... mánudaginn? (Er það rétt hjá mér?)
Og Þórunn Gréta og hjónabandið mitt á þriðjudaginn.
Og ég er ekki alveg viss, en ég held ég hafi átt 20 ára fermingarafmæli einhvern tíma rétt um daginn.
Og ég er örugglega að gleyma mörgu, bæði fólki og fénaði sem á líka afmæli þessa dagana.
Til hamingju allir.
3 ummæli:
25 ára fermingarafmæli hjá mér í dag.... ég hélt það hefði verið fyrir 5 árum. Mun ekki halda upp á daginn sérstaklega, nema fara í ræktina til að halda mér unglegri.
´Mæli með kirtlatöku fyrir Freygátuna.
Pant vera með, degi á eftir Nínu.
Vá takk fyrir! Og sömuleiðis til hamingju með 5. apríl. Þú ert dugleg að muna afmælisdaga!
Skrifa ummæli