1.4.08

Góð ráð dýr

Þættinum hefur borist bréf.
Freigátan er á leikskóla alveg hinumegin á skaganum. Sparifatamegin í Vesturbænum, alveg við hinn sjóinn. En það er líka leikskóli hinumegin við götuna hjá okkur. Og ég var búin að gleyma að ég var með Freigátuna á flutningslista ef hún kæmist einhverntíma á hann. Og í dag barst bréf. Hún má fara á leikskólann hinumegin við götuna. Við höfum vikuna til að ákveða okkur.

Á móti flutningi er:
- Hinn leikskólinn er svaka góður.
- Það tók hana langan tíma að aðlagast og hún er nýbúin að því og hún er frekar feimin við börn. En nú er hún búin að kynnast öllum þar.

Með er:
- Sá nýi er hinumegin við götuna, sem þýðir að sá sem fer með og sækir hana þarf ekki endilega að vera á bílnum, lengur.
- Hann er miklu minni og það eru miklu færri á deildinni sem hún yrði á. Svo kannski yrði hún minna feimin þar.

Svo erum við búin að liggja yfir námsskránni á nýja leikskólanum og dagskipulaginu. Ég held við séum nú frekar jákvæð. Næsta skref er allavega að fara á staðinn og skoða starfsfólkið og svona. Það er allavega búið að máta rólóinn þar vel og vandlega, við förum oft þangað um helgar.

Einn af faktorunum er auðvitað hvað við ætlum að búa hér lengi í viðbót. Mér reiknast að það verði líklega að minnsta kosti 2 ár. Í framhaldi af því fór ég að hugsa um heimilið. Ef við ætlum að vera allavega 2 ár í viðbót með 5 manna fjölskyldu í 80 fermetrum þarf nefnilega að þaulnýta hvern fersentímetra eins vel og mögulegt er. Og á gönguferð daxins endurskipulagði íbúðina fram og til baka. Fann heilan haug af földum fersentímetrum og hirslum sem huxanlega eru ekki algjörlega fullnýttar, með innkaupum eins ætems og með því að setja eitt húsgagn í geymslu undir hjónarúm... eða eitthvað annað.

Svo dömpaði ég öllum þessum breytingatillögum allt of hratt og öllum í einu á Rannsóknarskipið þegar hann kom heim, sem fékk tremma af breytingafælni svo sennilega verður ekki neitt úr neinu. *blás*

Annars eru þriðjudagskvöld ekki lengur leiðinlegustu kvöld í heimi. Ég bonda við Smábátinn yfir Veronicu Mars og á eftir er hægt að koma fyrir alveg tveimur þáttum af The Wire! Þetta er gallinn við að vera húkkt á þáttum sem eru alveg næstum klukkutímalangir. Það tekur langar tíma að horfa á hvern og um ellefuleytið sofnum við hjónin, sama hvar við erum stödd, þessa dagana.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er ógó gott að vera með leikskóla í göngufæri. MÆLI MJÖG MEÐ ÞVÍ. Það er ákaflega róandi að trítla eftir barni/börnum á leikskóla og þurfa ekki að hugsa baun í bala um að spenna beltin en vera þess í stað að klappa kisum í huggulegheitum. Mitt lið hlaupahjólar gjarnan í leikskólann :o) Til lengri tíma er þetta góður kostur.

Og fermetrar eru afstæðir. Við vorum 5 saman í herbergi í 4 ár og unga fólkinu fannst það ákaflega huggulegt. Í raun þvældist þetta bara ekkert fyrir okkur og skítt með það þó að 2 kommóður með fötum barnanna væru inni í stofu. Iss.

Hrafnhildur ungamamma

Hugrún sagði...

Heyri að sálfræðingurinn þarf að fara að koma á skipulagsfund.

Sigga Lára sagði...

Já, ég er helst á því að þetta sé sniðugt. Svo var ég líka að tala við leikskólann og þetta er nú ekki fyrr en í haust, þannig að þá verða menn nú kannski orðnir brattari í viðskiptum. Og gott væri að fá sálfræðinginn í mat... í tvennum skilningi.

Annars erum við ágætlega sett herbergjalega séð. Þetta eru ágætlega skipulagðir 80 fermetrar, útaf fyrir sig. Það er helst að eldhús/stofu rýmið sé stundum fullsmátt sem og þarf að fara að skipta um herbergi á unglingnum og skipuleggja hans pjönkur betur.

Spunkhildur sagði...

Það hefur orðið mér til mikillar gæfu að fjarlægja leikföng sem ekki eru notuð, STRAX, úr umferð og geyma í geymslunni. Fara svo reglulega niður með meira og koma með til baka eitthvað úr gamla pokanum. Þá verða oft fagnaðarfundir og ró og friður á heimilinu. Og miklu minna dót að stíga ofaná á morgnana.

Sigga Lára sagði...

Já... verst að ef einhvers staðar er Allt Fullt er það í helv... geymslunni. ;-) En ég er hins vegar með á prjónunum að setja eitthvað af dótinu í plastkass undir rúm, sem gerir sama gagn.

Nafnlaus sagði...

Iss, er þetta bara í haust - börn eru til í allt á haustin og oft orðin svo miklu stærri en þau voru í apríl. Svo má ekki gleyma að það er ákaflega gott að venja börn á að ganga í leikskólann með tilliti til þess að það er ákaflega gott að þau gangi sjálf í skólann síðar meir. Þar kemur önnur framtíðarpæling inn...
Hrafnhildur ungamamma

Sigga Lára sagði...

Já, mér fannst þetta ekki lengur nein spurning þegar í ljós kom að umskiptin yrðu ekki fyrr en í haust. Þá hefði hún hvort sem er skipt um deild, sem hefðu ekki verið mikið minni breytingar. Og svo fórum við í heimsókn í gær og leist mjög vel á. Gyða vildi helst ekkert fara heim.

Svo þetta liggur ljóst fyrir, held ég bara.