1.4.08

Abbgabb...

Ég held ég verði að byrja á að öppdeita afmælaupptalninguna frá í gær. Það er nefnilega ekki afmælislaus dagur í þessari viku og varð mér alveg á í messunni að gleyma nokkrum.
Blindi hnífakastarinn hann Tóró verður 35 á morgun.
Hraðbáturinn Friðrik verður 2 mánaða á miðvikudaginn.
Og afmælisfrænka mín hún Guðný Ólafía er að verða 17 ára á sama dag og ég. Hún fæddist einmitt á 17 ára afmælisdaginn minn og er því akkúrat helmingi yngri en ég, í ár.

Og það er fyrsti apríl... spurning hvort maður ætti ekki að ljúga einhverju?

1 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Hurðu, ef ég man rétt á hann Björgvin Harri afmæli þann fimmta, rétt eins og hann Eyfi bróðir. Svo fékk Dagur minn lítinn bróður í fyrradag. Hrútar eru greinilega enn í dag mikill happafengur.