Hef hvorki mátt vera að því að pissa eða kúka í sólarhring.
Leikritnu skal skilað í dag, hvað sem það kostar. Náði ágætisgegnumstreymi í það í gær og skrifaði inn prump og kúkabrandara. (Í síðasta gegnumskrifi var ofbeldi og leirburður.) Hvað er fyndnara en prumpandi sauðfé? Þetta eru að sjálfsögðu enn ein verðlaunaskrifin! En ég nennti ekkert mikið að stuðlasetja leirburðinn. Ég er bara hreint ekkert hagyrðingur ódrukkin. En því fyllri sem ég er, því betri finnst mér ég vera... einhverra hluta vegna.
Í dag á líka að skilast beinagrind af ritgerðinni minni. Einhvern tíma var ég búin að hripa niður einhverju svoleiðis, en hef ekki haft eina mínútu til að beina svo miklu sem brotabroti af öðru heilahvelinu í þá átt síðan. Hef huxað mér að fara í það í kvöld og senda svo. Helber heppni að henni á ekki að skila fyrr en 15. maí.
Eftir það er ekkert eftir... nema ungabarnsumönnun, heimilishald, þýðingavinnan... já og ritstjórnarvinnan sem bætist þá við. Það er kannski bara ekkert skrítið að maður sé pínu stressaður. Þýðingaverkefnum gjörsamlega rignir. Og eins og gengið á dollar er, tímir maður auðvitað ekkert að fara í frí núna. Freigátan er svolítið erfið þessa dagana. Ég fann skýringuna á því um daginn þegar ég fór eitthvað að pota í gómana á henni og fann einn splunkunýjan jaxl, einn sem var aðeins farinn að kíkja, og tvo í viðbót sem eru greinilega alveg á leiðinni. Svo eru mikil veikindi starfsmanna á leikskólanum hennar svo ég ætla að sækja hana snemma í dag, annan daginn í röð.
Í gær þegar ég var að sækja hana trompaðist Hraðbátur í vagninum á leiðinn á leikskólann og orgaði alla leiðina þangað og heim aftur. Þykka dún-kerrupokanum hefur verið lagt og hér eftir verður hann bara hafður sæmilega klæddur í vagninum svo Móðurskipið geti bara tekið hann upp og hengt hann á sig ef trompun á sér stað. Hann er annars búinn að vera voða góður, fyrir utan eitthvað magakast í dag. Er núna til dæmis að uppgötva skemmtunina við leikteppið... en er akkúrat búinn með þolinmæðina núna.
30.4.08
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hæ sæta og til hamingju með dásamlega sæta drenginn sem er ofurlíkur mömmu sinni, gaman að kíkja á hvað þú ert að bralla sem er ekkert smávegis
gangi þér vel elsku kelling
kv ása (heiður)
Skrifa ummæli