Gaman var annars að sjá hana Ásu Heiði í kommentakerfinu mínu. Hún býr á Ítalíu, eftir því sem ég best veit, og ég held ég hafi örugglega ekki séð hana í ein 10 ár. Annars er hægt að taka smá blogghring um eitthvað af hennar gengi af bloggi Siggudísar, þar er linkur á Bjarna og Elvu og þar eru linkar á heilmagra af vinum þeirra. Er ekki bloggið snilld? Og Ása mín, ef þú ert enn að lesa, við ætlum að vera fyrir austan í tvo mánuði í sumar, fengum ekki að leigja fyrrverandi íbúðina hennar ömmu minnar, svo við leigðum bara fyrrverandi íbúðina hennar ömmu þinnar í staðinn.
Annars eru þetta orðin svo mikil ógrynni af fólki sem maður hefur einhvern tíma hitt, þekkt og jafnvel búið með, í gegnum tíðina. Og mar ekki orðinn eldri en þetta... sem er kannski meira en manni finnst. Annars er ótrúlegt hvað maður getur samt rekist á gamla vini og kunningja úti um allt. Ég varð til dæmis mjög hissa á hvað ég raxt á marga sem ég þekkti úti í Montpellier síðasta sumar. Og hver sem maður hitti gat sagt manni fréttir af svona 5 til 10 manns sem maður þekkti en hitti ekki. Það er svo heppilegt að maður kynnist fólki nefnilega oftast í haugum. Og eftir þessa Frakklandsheimsókn síðasta sumar kom ég meira að segja á reglulegum skamskiptum við alveg eina konu sem ég þekki þar. Trúlega sennilega vegna þess að við vorum næstum nákvæmlega jafn-nýorðnar óléttar og urðum að geta sent á milli óléttufréttir og myndir af börnunum. Þar með á Hraðbátur eina írsk-enska kærustu í Frakklandi.
Auðvitað skilaði ég síðan ekki baun þessum verkefnum sem ég ætlaði að skila í gær, má enda skila þeim í dag. Ég er alveg næstum að verða búin... Og Rannsóknarskip og Freigáta eru niðri við tjörn hjá öndunum, Hraðbáturinn sefur og Smábáturinn er að leika við einhvern. Og er ég að vinna? Neibb, sit bara og blogga um ekki neitt, eins og fáviti.
Svona er maður.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli