Vantar ritara.
Allir gestir í dag fengu að passa 1 eða fleiri barn á meðan ég gerði kaffi.
Vantar ráðskonu.
Skil ekki orðin í kenningum mannsins sem ég ætla að brúka í fyrirlestri ekkjámorgun heldur hinn.
Vantar heila.
Bara eitt að gera í stöðunni. Muna vel og vandlega setningu sem ég fékk einu sinni í zen-tarrottinu og hef hangið á með nöglum og tönnum geðheilsu minnar síðan:
There's more important things in life then being on top of things.
Lauslega þýtt:
Ýmislegt er mikilvægara en að hafa allt á hreinu.
Það er nú gott.
Í öðrum fréttum er það að ég skrifaði lítið eintal fyrir nokkrum árum. Svo gleymdi ég því. Í gær hringdi maður og vildi fá að leikstýra því. Ég varð glöð og hissa. Í dag hringdi annar maður og vildi líka setja upp sama eintalið. Varð meira hissa. Vill til að til eru tvær útgáfur af því. Og gaman væri líka að sjá það í tveimur mismunandi uppsetningum.
Það væri vissulega ofdekur við höfundinn, en það má láta sig dreyma.
Í leikstjóra verxins sem ég á að vera að skrifa hefur ekki heyrst. Sem er eins gott þar sem ég má ekkert vera að því að tala við hann fyrr en á föstudaginn. Þá verður nefnilega allt gott.
---
Þegar ég póstaði sá ég hvaða dagur er. Það er brúðkaupsafmælið okkar. Dagur er að kveldi kominn, ég var búin að gleyma því og Rannsóknarskip er útí bæ að horfa á fótbolta.
Bara gargandi rómantík á tveggja ára ammlinu...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli