(Ég vona að þetta verði árið sem verður öööömurlegt. ;-)
Við erum annars að fara á okkar eigið ródtripp á morgun. Ég mamma og tveir minnstu ormarnir. Við ætlum að aka til Egilsstaða. Suðurleiðina, af því að þar verður rigning svo enginn bráðnar í bílnum. Þar ætlum við að tjilla og tjilla. Allavega fram yfir frumsýningu á Soffíu mús. Þá er séns að við skreppum norður og heilsum upp á Rannsóknarskipið (og ömmuna þar og frændfólkið) áður en hann fer í hálsskurðinn. En, semsagt, frá og með morgundeginum verð ég einstæð móðir á Egilsstöðum um óákveðinn tíma, með internetið í kjallaranum, svo ekki er alveg víst að ég nenni að blogga á hverjum degi. Fljótlega þarf ég nú samt að fara að svíkjast um í vinnunni, þannig að þetta verður nú örugglega ekkert langt eða mikið blogghlé.
Annars verða báðar systur mínar meira og minna verklausar á Austurlandinu í mestallt sumar. Og eru báðar búnar að segjast ætla að vera duglegar að passa á meðan ég ritstýri Glettingnum og Rannsóknarskip verður í Golfi. Ég er nú samt að vona að ég sjá eitthvað í sólina, stundum.
2 ummæli:
Góða ferð og góða skemmtun í sólinni á Egilsstöðum ;) sólin er amk alltaf þar þegar ég er þar svo ég dreg þá ályktun að þar sé alltaf sól ;)
Knús á alla línuna :)
Æ hvað ég öfunda þig... Ömmudekur og sól á Egilsstöðum væri eitthvað sem ég gæfi a.m.k. annað nýrað fyrir þessa dagana;)
Kveðja í sveitina,
Jódís.
Skrifa ummæli