Við komum nefnilega við á hinum verðandi leikskóla Freigátunnar í leiðinni úr gönguferð morgunsins og fengum þær fréttir að ekki væri enn búið að ráða starfsmanninn sem þarf til að passa hana. (Og 5 aðra óbyrjaða krakka.)
Svo, langar ekki einhvern að drífa sig í að fara að vinna á leixkólanum Drafnarborg? Oggulítill leikskóli með 33 börnum. Og þau eru öll sæt og fara sækkandi með þeim verðandi.
Ef engan langar í þessa stöðu, langar þá kannski einhvern að passa Freigátuna kl. 10.15 - 11-30 á þriðjudaginn og/eða fimmtudaginn svo við Hraðbátur komumst í mömmujóga? Já, og kannski frá svona 14-15, líka á fimmtudaginn svo Hraðbáturinn geti hafið sundnámskeiðið sem ég var að skrá hann á um daginn? Freigátan er mjög meðfærilegt barn... þarf bara helst að fá að ráða öllu.
Það er sumsé allt vetrarskipulagið að skella á, en fer forgörðum komist mið-ormurinn ekki bráðum að í leikskólanum sínum. Svo ekki sé nú minnst á hann Gletting sem er allur í biðstöðu. Ekki var mér búið að detta í hug að það væri slæm hugmynd að sleppa hendinni af leikskólaplássinu á Ægisborginni síðasta vor.
Smábátur er á fyrsta "eðlilega" skóladeginum sínum. Vaknaði eins og stálfjöður í morgun og hefur samþykkt þann ráðahag að hann gæti Hraðbátsins á morgnana á meðan ég skýst með Freigátuna yfir götuna á leikskólann. (Þegar þar að kemur. Eða ætti maður að segja ef?)
Og í þeim þönkum, best að skrá sig sneggvast í einn algjörlega óþarfan kúrs í Hásklanum. Af því að maður hefur jú eeeehhhkkerrt að gera.
Viðbót: Sé eftirá að ég var ekkert að taka fram að ég þarf þessar passanir ekkert fyrr en í næstu viku. Það er ekki fyrr en þá sem brestur á með mömmujóga og sundnámskeiðum.
4 ummæli:
Er ekki Siffi bróðir (frændi) tilvalin í að passa?
Þú segir nú bara alveg Nokkuð...
Merkilegt hvað atvinnuleysi er tímafrekt :) En það gæti alveg verið að ég geti reddað þér á fimmtudaginn. Má ég láta þig vita á morgun eða miðvikudag með þetta?
Þetta er nú ekki fyrr en í næstu viku, og það er alltaf séns að eitthvað verði farið að rætast úr ráðningarmálum leikskólans þá. Já, eða þínum. ;-)
Verðum bara í bandi um helgina.
Skrifa ummæli