Nei er tvímælalaust dagblað kreppunnar. Talar tæpitungulaust um ástandið.
Ljóðið sem Halla fór með á borgarafundinum síðasta laugardag er dásamlegt.
Og borgarafundirnir eiga líka sitt heimili á veraldarvefnum.
Doktor Gunni er skyldulesning.
Baggalútur fer óvenjumikið á kostum.
Litli bróðir er líka mjög spakur og reynir að útskýra hagkerfið og ruglið á mannamáli.
Í dag þegar ég var að labba löngu leiðina upp á Hrafnistu og var að horfa á hálfbyggðu turnana og Kaupþingshöllina á leiðinni fór ég að raula dáldið. Legg til að menn prófi að smakka á textanum við Maístjörnuna. Jafnvel Nallanum. Báðir hafa þessir kveðskepir verið lengi lummó en nú er allt í einu af þeim allt annað bragð.
Skal þó ekki fara að predika mikinn um kommúnismann... alveg strax.
1 ummæli:
Svo er þetta ekki bara fyndið lengur:
http://www.youtube.com/watch?v=q2PyzYAQjHA
Skrifa ummæli