14.11.08

Ýmislegt sem mig langar meira

að gera í dag heldur en að lesa Maríu Stúart og klára að gera leiðréttingalista úr próförk Glettinx:

1. Vera á gólfinu að leika við Hraðbát og fylgjast með aðdáun með öllu sem hann er að læra þessa dagana.

2. Taka geðveikt vel til.

3. Skipta um föt og fara í eitthvað fagurt sem mjókkar mig og er hvorki með hori, gubbi, slefi né subbi í áður en ég fer í skólann.

4. Hanga á Fésbókinni og njósna um alla 267 Fésbókarvini mína.

5. Hanga á veraldarvefnum og lesa allskonar vitleysu sem allir eru að skrifa um ástandið, og annað.

6. Skipuleggja ferðir í leikhús og á aðra mannfagnaði mánuð fram í tímann.

7. Leyfa Hraðbát að skrifa á tölvuna: uifue8udiliokllkklllllllrol.g

8. Fara og spóka mig í Kringlunni og kaupa loxins afmælisgjöf handa Rannsóknarskipinu.

9. Leggja mig með Hraðbátnum svo ég verði í stuði í afmælinu í kvöld.

10. Skrifa lista yfir allt sem mig langar meira að gera í dag heldur en að lesa Maríu Stúart og klára að gera leiðréttingalista úr próförk Glettinx.


Engin ummæli: