25.11.08

Grrrr...

Nú segir Geir að ef verði skipt um ríkisstjórn... ja bara nokkurntíma, séu öll lánamál í uppnámi, hvorki meira né minna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ALLIR eru semsagt bara til í að lána Geir peninga, persónulega. Ekki íslensku ríkisstjórninni, hver sem hún er. 
Bara þeim sem settu landið á hausinn.

Mér þætti nú gaman að fá að heyra hvað forsvarsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og lánveitenda segja um það. Ætli fréttamenn séu ekki til í að hringja í þá og spurja?

Og svo.

Maður lánar sjálfum sér milljarða af almannafé til að kaupa sjálfan sig út úr sjálfum sér, sjálfum sér til handa. Stingur svo sömu upphæð skuldlausri í hinn vasann.

Og aðalmálið er brot á einhverri fokkíng bankaleynd?
Ég næ ekki einu sinni hálfa leið upp í nefið á mér lengur.

Ég fer að hallast að því að það eina sem dugi sé almennileg bylting. Kannski ekki með hengingum, ríkisstjórn og eftirlitsstofnanir hafa svo sem ekki látið drepa neinn... svo við vitum. En tökum af þeim peningana, gefum þeim svona nokkra milljarða af skuldum í þrotabúið af sér og setjum allt pakkið á atvinnuleysisskrá eða í atvinnubótavinnu þar sem menn geta þrælað fyrir einhvern hundraðþúsundkall á mánuði það sem eftir er. Það er maklegt og réttvíst.

Engin ummæli: