Það happ henti að um svipað leyti og veikindi hófust duttu inn allar heimsins stöðvar á sjádæmið. Gerist annað slagið, sennilega til að menn gerist húkkt og fái sér áskrift í framhaldinu. Litlu sjúklingunum hefur þess vegna verið hægt að halda kjurum stund og stund fyrir framan Baby-TV. Þar er ofureinfalt barnaefni meira og minna á lúppu. Áðan datt mér í hug að bjóða hinni sófaföstu Freigátu upp á eitthvað annað. Eins og til dæmis mynd. Hún hélt nú það! Vissum Harróí!
Fyrir einhverjum vikum var ég búin að læra Hoodwinked og báða Shrekkana sem við erum með í láni utanað, svo ekki sé minnst á Ísöld 1 og 2 og ákvað að sýna henni eitthvað nýtt. Ákvað að athuga hvernig henni litist á Nightmare before Christmas. Hún vakti svo svakalega lukku að í marga daga mátti ekki horfa á neitt nema "Ojamyndina." Rannsóknarskip bauð síðan upp á tilbreytingu einn daginn og sýndi henni Ghost Bride. Hún fékk viðurnefnið Hin Ojamyndin og varð mjög vinsæl í svo sem tvo sólarhringa.
Einn daginn var síðan pöntuð "Hin myndin." Ég set Ghost Bride í en Freigátan vissi strax og fyrstu stafirnir birtust að maðkur væri í mysunni og misskilningur hefði átt sér stað. Hún sagði: "Nei, ekki þessa. Ég vil horfa á" (og söng svo) "Vissum, harróví, vissum harróví..." (This is Halloween.)
Ég vissi ekki hvert móðurhjartað ætlaði. Dóttir mín, tveggja ára, er ekki aðeins komin með einstakt dálæti á einni uppáhalds myndinni minni heldur farin að syngja upphafslagið úr henni!
Þá er það bara að kenna henni að svara spurningunni "Hverjir eru bestir?" rétt.
27.11.08
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Greind stúlka. Sem hún á kyn til:)
Ég kikna hreinlega í hnjánum ;)
Hulda
Liverpool :)
Skrifa ummæli