26.11.08

Töttögö!


Um daginn heyrði ég sagt frá því, sem algjörri hörrrrmungarfrétt, að einkaneysla Íslendinga myndi líklega dragast saman um heil 20% bara á næstu mánuðum.

Drottinn minn almáttugur. Kannski kaupir sér bara enginn Hömmer úr kassanum á næsta ári. Og kannski selst bara ekkert úr á yfir milljón fyrir þessi jól. Ekki veit ég hvernig við eigum nú að lifa þetta af!

Heilmikill kostur er að við erum að sigla út úr svo mikilli neyslugeðveiki að það þurfa ekki nema þrír eða fjórir flottræflar að fara á hausinn og þá eru þessi töttögu prósent bara komin.

Svo er maður náttúrulega góðu vanur. Við erum búin að lifa meira og minna á námslánum, fæðingarorlofum og kennaralaunum undanfarin ár (og alveg án neyslulána) og ég held samt að við getum alveg örugglega dregið saman um 25% bara af hreinræktuðum óþarfa. Og skipt samt um klósett á næsta ári.

Engin ummæli: