24.11.08

Skilaboð?

Meira en 10.000 manns mótmæla á Austurvelli á hverjum laugardegi. Það er ekki nóg. 1500 manns (eða eitthvað) fara á opinn borgarafund í Háskólabíói. Þó fundurinn sé sýndur beint í sjónvarpinu. Sollu þykja skilaboðin ekki nægilega skýr. 
(Og svo fannst mér hún frekar truntuleg í tilsvörum. Er að verða alvarlega afhuga Samfylkingunni í ríkisstjórn. Þá eru eiginlega bara eftir Steingrímur og félagar, og Ómar og félagar. Grænt án þess að Framsókn komi nálægt?) 

Það er örugglega búið að hrinda af stað 50 hópum og hreyfingum sem eru með mismunandi aðferðum að reyna að koma stjórninni frá. Menn eru að reyna að stöðva lánið frá Alþjóðagjaldeyrissjónum til þess að það endi ekki einhversstaðar uppi í stóra félagsheimilinu á Seðlabankastjóra. Það er búið að bera upp vantrauststillögu á ríkisstjórnina.

En, nei. Skilaboðin eru ekki nógu skýr.

Verðum við ekki bara að kjósa sjálf? Spurja alla og gá hvort það er meirihluti fyrir kosningum í vor? Jafnvel hægt að gera það bara á fésbókinni? Og tala svo við þá sem ekki eiga útibú þar?

Ég er lasin. Líkami minn hafnar Ástandinu og er með furðufuglaflensu.

2 ummæli:

Sigurvin sagði...

Skil nú ekki hvernig alþingismenn geta verið hæfir til þess að kjósa um vantraust á ríkisstjórn. Ef meirihlutinn er sterkur hlýtur tillagan að falla. Það hlýtur að þurfa stjórnarskrárbreytingu hvað þetta varðar sem felur í sér aukið vald til þjóðarinnar.

Sigga Lára sagði...

Já, þetta er asnalegt. Sennilega verðum við bara að "bera þau út" eins og konan stakk uppá. Eða biðja Færeyinga að innlima okkur...