28.11.08

Síður

Er á leiðinni í síðustu kennslustund fyrir jól. Ef ég átti að gera eitthvað fyrir hana þá man ég það allavega ekki. Þá á ég ekkert eftir í þessum kúrsi nema... allt. Próf (svona týpískt skriflegt) 18. des. Tvær spurningar. Aðra semur kennarinn en hin er einstaklingsbundin og við semjum hana sjálf. (ar. Allar 4 sem erum eftir í þessum kúrsi.) Og svo ritgerð. 8 - 12 blaðsíður er reyndar svo oggulegt að gvuðmávita hvenær maður nennir að byrja. En þarf samt að fara að bara... geraða.

Meðan ég man, fékk einhver lánað hjá mér greinasafn sem heitir Tragedy? Ég man að ég lánaði þessa bók einhverjum, en man ekki hverjum. Og held ég gæti notað eitthvað úr henni í þessa ritgerð.

Í gær var ég jólaleg og keypti greni í aðventukransinn. Og drullusokk og stíflueyði. Notaði í fyrsta samlegu Blómavals og Húsasmiðjunnar. Keypti líka úlpu á fimmþúsundkall sem ég ætlaði að bjóða Smábáti, en stæðist hún ekki töffaraprófið ætlaði ég að eiga hana sjálf. Unglingnum fannst hún flott og hirti hana og núna er ég að prófa að vera í hans úlpu, sem var orðin þrautin þyngri að koma honum í þótt úti væri brunagaddur. Hún er soldið lítil. Og rifin. Spurning hvað maður á að ákveða að sé mikil kreppa...

Ein málþroskasaga af Freigátunni: Hún er eiginlega orðin hitalaus, en þó rýkur hún upp í einhverjar kommur þegar hún og Hraðbátur hafa hamast mikið. Í morgun var búið að vera mikioð fjör með þvottabalann (sem var sundlaug, eða eitthvað) og ég spurði hana hvort hún þyrfti ekki að fara að hvíla sig aðeins. Og fékk svarið: 

–Nei, nei. Ég held nú síður!

Úr munni tveggja ára er þetta einstaklega ofvitalegt.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jahá. Hvað eru jól án drullusokks og stíflueyðis?

Nafnlaus sagði...

sorrí gleymdi að kvitta. Vala

fangor sagði...

vona að s.s horfossi batni kvefið. hér er kvefið óðum að færast niður í lungu svo gríshildur verður heiima á morgun.
gulpeade!