4.12.08

11!

Nei, djók.

Tjúllaður dagur. Við Hraðbátur erum búin að fara í foreldrakaffi á leikskóla Freigátunnar og gæða okkur á þessum líka fínu piparkökum sem krakkarnir bökuðu. Það var svaka gaman (þangað til við kom að kveðjustund með gráti og gnístran.) Hraðbátur skemmti sér svo vel á leikskólanum að hann var alveg búinn á því og fór bara aftur í náttfötin og að leggja sig klukkan hálftíu.

Eftir hádegið er Hraðbáturinn að fara í 10 mánaða skoðun og vonandi verða eyrun orðin ljómandi þannig að við getum drifið okkur beint í sund. Svo þarf ég að bruna í prentsmiðjuna og kippa einum kassa af Glettingum til að senda hinum og þessum.

Og líklega eins gott að drífa sem mest af öllu í heiminum af í dag. Bæði börnin vöknuðu með splunkunýtt hor í morgun. Reyndar engan hita ennþá, en ég bíð spennt. Ég sem var farin að láta mig dreyma um pestarlausa helgi. :-(

Engin ummæli: